is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26794

Titill: 
  • Arðsemi fjárfestinga í íbúðarhúsnæði til útleigu : hver er arðsemi af fjárfestingum í íbúðarhúsnæði til langtímaleigu á höfuðborgarsvæðinu?
  • Titill er á ensku Profitability analysis of investments in the long-term rental residential real estate market
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hátt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur talsvert verið til umræðu á árinu 2016. Gjarnan hefur verið bent á deilihagkerfið í því sambandi eða lítið framboð á húsnæði. Talað hefur verið um að fjársterkir aðilar sjái sér hag í að kaupa íbúðir til útleigu sem hafi áhrif til verðhækkana á fasteigna og leiguverð. Í þessari rannsóknarritgerð er lagt mat á arðsemi þess að kaupa íbúðir, leigja þær út og selja eftir tólf ár.
    Gagna til arðsemisgreiningar var aflað með megindlegum rannsóknaraðferðum. Stuðst er við rannsóknarlíkan Philip Kotler og upplýsingum safnað víða að, rannsókninni til stuðnings. Þróun íbúðamarkaðar á höfuðborgarsvæðinu er gerð skil og stöðu þess markaðar árið 2016. Aðferðafræði sjóðstreymisgreiningar er notuð og frjálst sjóðstreymi til rekstrar (FCFF) liggur til grundvallar niðurstaðna. PEST greiningartækni er notuð til að greina ytri áhrif á íbúðamarkað, til að áætla um vænt sjóðstreymi rekstrareininganna sem lagt er mat á. Sjóðstreymisgreining var gerð bæði með tilliti til áætlaðra raunverðshækkana á markaði og án þeirra. Þetta var gert til að greina betur þátt raunverðshækkana í arðseminni. Niðurstöður benda til þess að arðsemi sé af fjárfestingu í íbúðum til útleigu. Nettó núvirði er jákvætt í öllum tilfellum þeirra 12 íbúða sem lagt var mat á og heildararðsemi fjárfestingarinnar 8,46%. Hins vegar kemur einnig í ljós að ef ekki er gert ráð fyrir að selja íbúðirnar heldur leigja þær út um óákveðinn tíma, stendur fjárfestingin ekki undir ávöxtunarkröfu. Því má álykta að rekstraraðilar leiguíbúða til langs tíma sætti sig við lægri ávöxtunarkröfu en lögð var til grundvallar í þessari rannsókn. Þá má álykta að há ávöxtunarkrafa fjármagnseigenda sé ekki megin áhrifaþáttur á hátt leigu eða fasteignaverð. Líklegra eru vextir, byggingarkostnaður og framboð íbúða séu stærstu áhrifavaldar á leigu og fasteignaverð.

  • Útdráttur er á ensku

    High rental prices in the metropolitan area have been a matter of discussion in 2016. Some say it is due to the sharing economy or a shortage of residential housing. Others say companies that are buying apartments to rent out, are pushing up the real estate and rental price. In this research paper a profitability analysis is used to determine the profitability of buying apartments, renting them out and selling after twelve years.
    Data for profitability analysis was obtained with quantitative research. Philip Kotler´s research model was used to build a framework for the study and information relevant to the research was collected from various sources. Development of the residential market in the metropolitan area is explained and discussed as well as the state of the market in 2016. Cash flow methodology is used as a basis for the research while a free cash flow to firm (FCFF) analysis is used to reach the main results. A PEST analysis was done to identify external effects on the housing market, in order to estimate expected cash flow. The cash flow analysis is done both with estimated real price increases and without them in order to better analyze the effect of the real price increase. The results indicate that the investment exceeds its required rate of return. The net present value is positive in all cases of the 12 residential apartments that were evaluated and internal rate of return is 8.46%. However, if there is no exit point and the apartments are rented out for an indefinite period, the investment does not meet its required rate of return. It can be concluded that a high required rate of return of investors is not the main influence of high rental or property prices. It seems that interest rates, construction cost and supply of residential housing are the main contributors to rental and property prices.

Samþykkt: 
  • 10.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26794


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arðsemi fjárfestinga í íbúðarhúsnæð til útleigu..pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_OrvarGeirOrvarsson.pdf1.27 MBLokaðurFylgiskjölPDF