is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26860

Titill: 
  • Mat á viðtalsaðferðinni Persónuprófíll fyrir atvinnuleitendur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að fá innsýn í reynslu náms- og starfsráðgjafa af notkun viðtalsaðferðarinnar Persónuprófíls með einstaklingum í atvinnuleit, en viðtalsaðferðin miðar að því að efla seiglu meðal einstaklinga, ásamt því að kynnast upplifun þeirra af gagnsemi viðtalsaðferðarinnar fyrir atvinnuleitendur. Hins vegar var markmiðið að kynnast því hvernig seigla ráðþega birtist í ráðgjafaferlinu. Rannsóknin var unnin með eigindlegri aðferðafræði þar sem tekin voru viðtöl við sjö náms- og starfsráðgjafa eftir að hver þeirra prófaði viðtalsaðferðina með tveimur eða þremur atvinnuleitendum. Meginniðurstöður benda til að ráðgjafarnir voru almennt ánægðir með uppbyggingu viðtalanna. Í upphafi vafðist einhver hluti Persónuprófílsins fyrir meirihluta ráðgjafanna, en viðtölin gengu almennt vel. Spurningarnar í viðtalsaðferðinni voru oftast hafðar til hliðsjónar og umorðaðar. Allir viðmælendur töldu að þeir myndu nýta Persónuprófílinn í heild sinni eða hluta hans í starfi í framtíðinni. Þeir töldu Persónuprófílinn gagnast í ráðgjöf með atvinnuleitendum, bæði vegna áherslu hans á styrkleika ráðþega og að þau umræðuefni sem lögð eru til í aðferðinni henti vel. Seigla virtist hafa aukist meðal ráðþega og birtist hún á fjölbreyttan máta. Í ummælum ráðgjafa kom fram að þættir, sem gengið er út frá í Persónuprófílnum að eflt geti seiglu fólks, hafi aukist hjá ráðþegum í ráðgjafaferlinu.

Samþykkt: 
  • 13.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa Másdóttir Fenger.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Harpa.pdf282.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF