is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26889

Titill: 
  • Félagslegur veruleiki ungmenna af erlendum uppruna á unglingastigi grunnskóla og viðleitni náms- og starfsráðgjafa til að efla félagslega virkni þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að veita innsýn í félagslegan veruleika ungmenna af erlendum uppruna á unglingastigi grunnskóla frá sjónarhóli náms- og starfsráðgjafa, ásamt því að gera grein fyrir viðleitni ráðgjafanna til að efla félagslega virkni þeirra. Rannsóknin byggðist á viðtölum við sex náms- og starfsráðgjafa sem störfuðu við jafnmarga grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður gefa til kynna að félagslegur veruleiki ungmenna af erlendum uppruna mótist af ákveðnum hindrunum að mati viðmælenda. Vegna tungumálaörðugleika áttu þau oft erfitt með samskipti við aðra nemendur og starfsfólk skólanna. Menningarmunur, til dæmis í uppeldisaðferðum og ábyrgð ungmennanna innan fjölskyldunnar, virtust einnig hindra félagslega virkni þeirra. Tungumálavandi og menningarmunur gerði samskipti foreldra þeirra við skólann flókinn en túlkar gegna mikilvægu hlutverki. Vinna náms- og starfsráðgjafanna með nemendum af erlendum uppruna fólst annars vegar í að virkja þau félagslega til þátttöku í íþrótta- og félagsstarfi. Hins vegar unnu þeir með þeim í ýmiss konar hópastarfi innan skólans og beindu þeim í atvinnutengt nám í þeim tilgangi að styrkja þau félagslega. Hagnýtt gildi og nýmæli þessarar rannsóknar felst í upplýsingum sem ekki hafa legið fyrir áður um félagslegan veruleika þessara ungmenna, hindranir sem þau mæta og viðleitni náms- og starfsráðgjafa til að koma til móts við þau.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim was to study the social reality of youths of foreign origin at the middle school level in Iceland from the viewpoint of school counsellors, as well as to ascertain the counsellors’ efforts to reinforce their social activities. This research was conducted using qualitative interviews. The participants were six school counsellors working in six different schools in the Reykjavík area. The results indicated that the social reality of these youngsters was impacted by language barriers that often made it difficult to communicate both with their peers and with school staff. Cultural differences, including family values and rules as well as obligations at home, also seemed to restrain their social activity. Language and cultural issues made communication between their parents and school staff difficult, but interpreters, if available, played an important role in those circumstances. School counsellors´ efforts to help them included encouraging and assisting them to participate in sports and leisure activities and working with them in personal group work within the schools. The practical value and innovations of this study consist of new information about the social reality of these youngsters, the obstacles they encounter, and the efforts school counsellors use to meet their needs.

Samþykkt: 
  • 16.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing vegna lokaverkefnis.pdf443.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Helga Sigríður Eiríksdóttir.pdf946.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna