is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26895

Titill: 
  • Vægi lífsleikni á yngsta stigi grunnskóla : mat kennara á lífsleiknikennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Síðustu áratugi hefur komið í ljós mikilvægi þess að skólastarf miði að því að nemendur smíði sjálfir þekkingu á grundvelli eigin reynslu. Í dag er kjarni menntunar, í íslensku skólakerfi, að stuðla að alhliða þroska sem felst m.a. í því að efla félags- og tilfinninga-þroska. Kostir á borð við gott sjálfstraust og samskiptahæfni eru ekki síður til velfarnaðar en lestrarfærni eða stærðfræðikunnátta. Námsgreinin lífsleikni fellur undir samfélagsfræðigreinar og færir hún nemendum m.a. verkfæri til þess að þróa skilning sinn á sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.
    Meginmarkmið þessa verkefnis var að fá innsýn í stöðu lífsleikni á yngsta stigi grunnskóla. Til að ná þessu markmiði var birtingarmynd lífsleikni á þessu skólastigi skoðuð með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla. Með rannsókninni var leitað svara við tveimur rannsóknarspurningum. Þær eru: Hvaða vægi fær lífsleikni í skólastarfi nemenda á yngsta stigi grunnskólans ef skoðuð eru eftirfarandi atriði: tíma-úthlutun, tilgangur, markmið og kennsluskipulag? og hvaða áhrif telja kennarar að lífs-leiknikennsla hafi á nemendur? Rannsóknin byggðist á eigindlegri aðferðarfræði og var tilviksrannsókn. Úrtakið var hentugleikaúrtak og þátttakendur voru kennarar á yngsta stigi grunnskóla. Mælitækin voru opin, hálfstöðluð viðtöl.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að lífsleikni fái sitt vægi í skólastarfi. Hún fær sína tímaúthlutun í kennslu og er samofin öllu skólastarfi. Kennarar eru meðvitaðir um mikilvægi námsgreinarinnar og gera sér grein fyrir megintilgangi hennar og markmiðum. Þrátt fyrir takmarkaða áætlunargerð í tengslum við skipulag lífsleikni-kennslu eða námsmat þá kemur kennslan inn á flest hæfniviðmið aðalnámskrárinnar. Að mati kennara skilar lífsleiknikennsla árangri og eru áhrifin bæði einstaklingsbundin og félagsleg. Áhrifin koma m.a. fram í betri hegðun og auknu sjálfstrausti. Bekkjar-andinn lýsir sér sem góður og traustur og nemendur þora að vera þeir sjálfir. Slík áhrif geta ekki annað en talist góður árangur.
    Út frá niðurstöðum má álykta að lífsleikni sé námsgrein sem skiptir gríðarlega miklu máli í skólastarfi og að greinin sé komin til að vera. Að mínu mati er mikil þörf á íslenskum rannsóknum sem sýna langtímaáhrif lífsleiknikennslu líkt og þær sem gerðar hafa verið erlendis. Þannig mætti skipuleggja betur árangursríka lífsleiknikennslu í íslensku skólakerfi.

Samþykkt: 
  • 21.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_Skemman_M.ed._MVO.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
utfyllt 2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf31.28 kBLokaðuryfirlýsingPDF