EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/270

Title
is

Dagleg iðja einstaklinga sem gengið hafa í gegnum áfengis- og/eða vímuefnameðferð

Abstract
is

Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Organisation, WHO) er áfengisvandi eitt helsta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum verður oft röskun á daglegri iðju einstaklinga sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Það leiðir af sér að þeir missa trúna á sjálfa sig og að þeir geti haft stjórn á eigin lífi og heilsu, auk þess sem röskunin hefur víðtæk áhrif á aðstandendur þeirra og samfélagið í heild. Árangur af áfengismeðferð er ekki nógu góður og margir sem fara í slíka meðferð hafa farið áður. Iðja er allt það sem fólk tekur sér fyrir hendur til að annast sjálft sig, vera nýtir þjóðfélagsþegnar og njóta lífsins. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka í iðju sé mikilvæg og hafi jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Markmið verkefnisins var að kanna, með fyrirlögn spurningalista, daglega iðju einstaklinga sem gengið hafa í gegnum áfengis- og/eða vímuefnameðferð. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á iðju þessa hóps svo vitað sé. Könnuninni var ætlað að gefa vísbendingu um hvaða daglega iðju einstaklingarnir stunda, hversu mikilvæg hún sé þeim og hversu ánægðir þeir séu með frammistöðu sína. Rannsakendur sömdu spurningalista sem beinist að daglegri iðju út frá hugmyndafræði „Líkansins um iðju mannsins”. Sextíu einstaklingar 18 ára og eldri voru valdir með þægindaúrtaki á göngudeild Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) í Reykjavík. Þrjátíu og níu listar fengust tilbaka og svarhlutfallið var því 65%. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð og var lýsandi tölfræði beitt við úrvinnslu listanna. Niðurstöður sýndu að meirihluti þátttakenda stundar daglega iðju, þó sumir vildu gera betur. Flestum þátttakendum fannst mikilvægt að stunda daglega iðju en ekki virðast allir stunda þá iðju sem þeim þykir mikilvæg. Þrátt fyrir að flestir væru ánægðir með frammistöðu sína við iðju taldi meiri hlutinn þörf á að bæta hana að einhverju leyti. Þegar á heildina er litið styðja niðurstöður þá ályktun að um iðjuvanda sé að ræða hjá þessum hópi. Það gefur vísbendingu um að þörf sé fyrir iðjuþjálfun og getur verið hvatning til að byggja upp þjónustu á þessum vettvangi.
Lykilhugtök: Áfengis- og vímuefnameðferð, áfengis- og vímuefnaneytendur, iðja, Líkanið um iðju mannsins og þjónusta iðjuþjálfa.

Comments
is

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Accepted
01/01/2003


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
dagl-e.pdf76KBOpen Dagleg iðja einstaklinga sem gengið hafa í gegnum áfengis- og/eða vímuefnameðferð - efnisyfirlit PDF View/Open
dagl-h.pdf151KBOpen Dagleg iðja einstaklinga sem gengið hafa í gegnum áfengis- og/eða vímuefnameðferð - heimildaskrá PDF View/Open
dagl-u.pdf109KBOpen Dagleg iðja einstaklinga sem gengið hafa í gegnum áfengis- og/eða vímuefnameðferð - útdráttur PDF View/Open
dagl.pdf1.81MBMembers Dagleg iðja einstaklinga sem gengið hafa í gegnum áfengis- og/eða vímuefnameðferð - heild PDF