is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27069

Titill: 
  • „Að skapa meðvitaðan dauða“ : Heimspeki Alberts Camus um dauðann og endalok samfélagsgerðarinnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um heimspeki Alberts Camus um dauðann. Lögð er áhersla á þýðingu þeirrar heimspeki fyrir endalok samfélagsgerðarinnar. Þannig er ekki aðeins litið á dauðleikann sem persónulegt hlutskipti mannsins heldur sýnt fram á hvernig þetta hlutskipti nær einnig til endaloka samfélagsforma.
    Ritgerðin skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er farið ítarlega í gegnum heimspeki Camus um dauðann þar sem áhersla er lögð á þrjú helstu rit hans þar sem þessar hugmyndir koma fram, Le Mythe de Sisyphe (Goðsögnin um Sisyfos), La Peste (Plágan) og L’Homme révolté (Uppreisnarmaðurinn). Sýnt er fram á hvernig kenning Camus þróast frá einstaklingsmiðaðri kenningu um dauðann í Goðsögninni um Sisyfos til stjórnmálaheimspekilegrar kenningar í Uppreisnarmanninum.
    Í öðrum hlutanum er kenningin sett í samhengi við samfélagslegt ástand Vesturlanda um þessar mundir. Þar er ástandinu lýst sem kreppu þar sem ríkjandi samfélagsgerð þeirra er deyjandi. Dregnar eru fram tvær birtingarmyndir dauða samfélagsgerðarinnar misskipting auðs og hlýnun jarðar, og fjallað um hvernig þau viðbrögð sem þessi fyrirbæri hafa kallað fram endurspegla neikvæð viðbrögð mannsins og samfélaga við sínu dauðlega hlutskipti.
    Í þriðja og seinasta hlutanum er kenning Camus borin saman við kenningar Karls Marx um sögulega efnishyggju og nauðsyn byltingarinnar. Þar er fjallað um hvernig Camus gagnrýndi Marx og hvernig marxískir hugsuðir hafa gagnrýnt hann á móti. Varpað er ljósi á kjarna ágreinings þessara hugsuða sem báðir vildu breyta samfélaginu til betri vegar og sýnt fram á hvernig kenningar þeirra geta bætt hvor aðra upp. Þannig sé hægt að finna leið sem getur nýst til að ná fram samfélagsbreytingum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27069


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jón Bragi Pálsson.pdf637.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing-um-medferd.pdf34.47 kBLokaðurYfirlýsingPDF