is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27240

Titill: 
  • Eitt mögulegt svar: Arfleifð afstæðishyggju innan mannfræði og siðfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Afstæðishyggja hefur átt sína gagnrýnendur, jafnt sem fylgjendur. Hún hefur verið til í ótal myndum frá tímum Prótagórasar og þrátt fyrir ógrynni tilrauna til að hrekja hana nýtur hún enn vinsælda. Vinsældir hennar stafa líklegast af því að hún reynir að gera grein fyrir hinum mikla fjölbreytileika í mannlegri tilvist. Má þar nefna fjölbreytileika siðferðilegra skoðana. Við lendum í siðferðilegum ágreiningi nánast daglega þar sem að við þurfum að taka mið af aðstæðum. Viðbrögð okkar ráðast af heimssýn okkar og skoðunum, sem hafa mótast af sögu okkar og hagsmunum. Það hugarfar sem hlýst af aðferðafræði afstæðishyggjunnar gagnast okkur þegar við verðum vör við siðferðilegan ágreining. Í fjölþjóðasamfélögum þurfum við að átta okkur á afstæði hinna mismunandi skoðana og troða ekki eigin skoðunum upp á aðra. Siðadómar hafa oft afleiðingar í för með sér, þar sem siðferðileg afstaða okkar snertir ekki einungis okkur sjálf. Við þurfum því að vera tilbúin til að stunda siðfræðilega rökræðu um siðferðileg álitamál auk þess að beita gagnrýninni hugsun á skoðanir okkar, ákvarðanir og breytni. Siðfræðileg rökræða felst í því að greina og skoða rök, röksemdafærslur og staðreyndir. Sú siðferðilega breytni er réttmæt sem er studd hinum bestu rökum. Okkur ber því að styðja siðferðilega dóma okkar rökum. Grunngildi afstæðishyggjunnar geta hjálpað okkur til að viðurkenna fjölda mögulegra skoðana og siðferðilegra dóma. Óhlutdrægni, umburðarlyndi og gagnrýnin hugsun eru lykilhugtök jafnt við mannfræðilega vinnu sem og í siðferðilegu lífi. Mannfræðilegar rannsóknir, sambærilegar siðfræðilegri hugsun, byggðar á afstæðishyggjunni geta auðgað siðferði okkar og þar með siðfræðina í heild sinni. Með umburðarlyndi og yfirvegaðri umræðu, í bland við þekkingu á ólíkum siðferðisreglum getum við lagt grunn að góðri rökræðu og þá ákvarðanatöku sem leiðir til vandaðra siðferðilegs lífs.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27240


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ellert_uppkast_BA_HAH_3.pdf328.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skanni_20170508.pdf348.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF