is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27292

Titill: 
  • Karl Marx og firring: Forsaga og þróun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugtakið firring á sér langa sögu þar sem ófáir fræðingar koma við sögu. Eitt af fyrstu dæmunum um notkun á hugtakinu var m.a. í guðfræði, þar sem það var notað til að lýsa rofi á sambandi mannsins við guð, en í heimspeki var það notað til að útskýra félagslegan samning einstaklingsins við æðra vald samfélagsins. Mikilvæg útfærsla á firringu var svo sett fram af Georg Wilhelm Friedrich Hegel, sem setti það í samhengi við heimspekilega útfærslu sína á þörfum mannsins. Karl Marx sótti mikið í Hegel fyrir útfærslu sína á firringu, en þýski heimspekingurinn Ludwig Feuerbach átti stóran þátt í að brúa bilið milli þeirra tveggja. Í skilgreiningu sinni á firringu vildi Marx færa hana fjær andlegum heimi heimspekinnar og nær efnislegum heimi raunveruleikans. Skipta má skilgreiningu Marx á firringu mannsins í fjóra þætti: firringu hans frá vinnu sinni, frá afrakstri vinnu sinnar, frá öðrum mönnum og að lokum frá sér sjálfum. Finna má dæmi um notkun Marx á firringu í flestum skrifum hans þrátt fyrir að hann hafi þróað hugmyndir sínar umtalsvert í gegnum árin. Í seinni tíð hefur firring verið notuð til að nálgast ýmis rannsóknarefni og oft tekið tillit til útfærslu Marx á henni.

Samþykkt: 
  • 9.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27292


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karl Marx og firring_lokaútgáfa.pdf802.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf303.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF