is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27448

Titill: 
  • Samskipti við Kínverja. Fáeinir menningarlæsilegir þættir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Við lifum öll undir sama himni en ekki hafa allir sama sjóndeildarhringinn“ sagði Konrad Adenauer, fyrrverandi kanslari V-Þýskalands. Framandi menning er áhugaverð og hefur Kína vissulega verið Íslendingum framandi.
    Ritgerð þessi snýst um menningarlæsi og fjallar einkum um sígilda samskiptahætti Kínverja sem enn eru hafðir í heiðri. Reynt verður að veita lesandanum innsýn í það hvernig Kínverjar hugsa sér sambönd milli fólks sem vonandi gefur lesandanum betri skilning á ýmsum þáttum hegðun Kínverja sem kunna í fyrstu að virðast framandi. Ísland og Kína eru borin saman á grundvelli þjóðmenningarvídda Geert Hofstede og má sjá þar greinilegan menningarmun. Hugað er að konfúsíanisma sem helstu menningararfleifð Kína og djúptæk áhrif hans á menninguna þar í landi. Einkum verður rýnt í eftirtalin þrjú hegðunarviðmið sem talist geta sérkínversk: guanxi, eða sambönd, og hvernig það fléttast saman við jafnt mianzi, eða andlit, og renqing, eða góðmennsku. Eiga þessar þrjár breytur í hegðunarvenjum Kínverja allar ríkan þátt í að móta samskiptatilhneigingar nútíma Kínverja. Með því að auka skilning Íslendinga á hegðun Kínverja dregur verulega úr líkum á menningarlegum árekstrum á milli landanna tveggja.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskipti við Kínverja. BA.PDF544.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Viðauki .pdf295.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF