is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2744

Titill: 
  • Ímynd Hafnarfjarðar sem ferðamannastaðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ímynd er mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu, þar sem hún hefur áhrif á ákvarðanir ferðamanna varðandi val á áfangastað. Hvað varðar samkeppni á milli áfangastaða er ímyndin jafnframt eitt áhrifamesta markaðstækið sem notast er við (Lumsdon, 1997). Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna ímynd Hafnarfjarðar sem ferðamannastaðar. Lögð er áhersla á að skoða viðfangsefnið út frá hugmyndum innan ferðamála- og markaðsfræða. Spurningalisti var lagður fyrir þá gesti sem heimsóttu bæinn dagana 27. mars -15. apríl 2009. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að Hafnarfjörður sem ferðamannabær hefur náð að byggja upp nokkrar missterkar ímyndir. Þær helstu og sterkustu eru án efa víkingaarfleiðin og hraunið, og hefur bærinn að hluta til byggt á þeim ímyndum. Jafnframt tengja margir bæinn við höfnina og nálægð við sjóinn. Enn fremur ber bærinn sannan íþróttabrag, en eftirtektarvert er hve margir innlendir gestir tengja bæinn við íþróttaiðkun og –félög bæjarins. Niðurstöður benda til þess að þrátt fyrir að þessar ímyndir séu sterkar þurfi þó að gera betur til að auka aðdráttarafl bæjarins fyrir ferðamenn.

Samþykkt: 
  • 20.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2744


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
rslan_fixed.pdf627.51 kBLokaðurHeildartextiPDF