is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27458

Titill: 
  • Barnadagbók: Upphafsferli vöruþróunar á dagbók fyrir fyrstu ár barnsins
  • Baby Journal: The Front End of New Product Development for a Baby Journal
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir því að koma með nýja vöru inn í bókaflokkinn barnadagbækur. Þá var markmið að kanna hvaða skoðanir mögulegir neytendur hefðu á því hvernig barnadagbók ætti að vera og í lokin að móta samkeppnishæfa vöru sem hefði sérstöðu á markaðnum.
    Upphafsferli vöruþróunar var mótað fyrir verkefnið út frá vöruþróunarfræðunum og því fylgt fram að síðasta skrefi ferlisins. Meginhluti skrefanna fór fram í formi eigindlegra rannsókna, þar sem annars vegar fór fram forathugun í formi samtala við starfsmenn bókamarkaðarins og hins vegar tvö rýnihópaviðtöl. Í fyrra rýnihópaviðtalinu var rýnt í þær bækur sem til voru í bókaflokknum á Íslandi og frumgerð svo mótuð út frá niðurstöðum úr því viðtali. Í seinna rýnihópaviðtali var frumgerð kynnt og skoðanir rýnihóps fengnar á henni.
    Meginniðurstaða úr forathugun og fyrra rýnihópaviðtali var sú að almennt væri talin þörf á nýrri vöru í bókaflokkinn, vöru sem væri öðruvísi en þær sem til eru nú þegar og aðgreindi sig þannig frá samkeppninni. Bæði starfsmenn bókamarkaðarins og rýnihópurinn komu með tillögur að úrbótum og hugmyndir að nýjungum. Þá var mikil ánægja meðal rýnihópsins með frumgerð en tillögur að úrbótum komu þó einnig fram í seinna rýnihópaviðtalinu. Hversu mikið þátttakendur í rýnihópnum væru tilbúnir að borga fyrir fyrirhugaða vöru var mikilvægur liður í niðurstöðum en almennt töldu þátttakendur að halda þyrfti söluverði undir tíu þúsund krónum. Þessi skoðun var byggð á stöðu sjálfra þátttakendanna og þeirra mati á virði bókarinnar. Upphæðin reyndist talsvert hærri en söluverð þeirra bóka sem til voru og enn hærri en það verð sem þátttakendur voru almennt tilbúnir að borga fyrir þær bækur.
    Upphafi vöruþróunarferlisins er þó ekki lokið að fullu en næsta skref er að skoða nánar möguleika í framleiðslu, fjármögnun og kostnað. Ef rannsakandi metur niðurstöður þeirrar skoðunar sem svo að halda skuli áfram í vöruþróunarferlinu þarf að skilgreina vel framhaldið og hvernig varan skuli vera, framleiða fullmótaða frumgerð sem notendaprófun verður gerð á og að lokum framleiða vöru og setja í sölu.

Samþykkt: 
  • 11.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Barnadagbók_SunnaÓskÓmarsdóttir_skemman.pdf76.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_SunnaÓskÓmarsdóttir.pdf1.46 MBLokaðurYfirlýsingPDF