is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2750

Titill: 
  • Mikilvægi byggingararfs fyrir ferðaþjónustu á Bíldudal
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugtakið byggingararfur er tiltölulega nýtt í ferðaþjónustu og hefur verið sett
    saman við menningartengda ferðaþjónustu þar sem það tengist sögu og
    menningu. Menningartengd ferðaþjónusta er ein mest vaxandi grein
    ferðaþjónustunnar í dag. Tilgangur þessarar rannsóknar er að öðlast skilning á
    hugtakinu byggingararfur og hversu mikilvæg verndun á byggingum er fyrir
    ferðaþjónustu á Bíldudal. Tekin voru ellefu viðtöl við bæði fyrrverandi og
    núverandi ráðamenn bæjarins sem og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Helstu
    niðurstöður eru þær að verndun á byggingum er mjög mikilvæg bæði fyrir
    efnahagslega stöðu bæjarins sem og fyrir íbúana sjálfa. Íbúarnir geta nýtt
    byggingararf sinn á ýmsan hátt en hún nýtist einnig til þess að fólk haldi í
    upprunann og sjálfsímynd sína. Menningartengd ferðaþjónusta getur verið
    ákveðið sóknarfæri fyrir lítil bæjarfélög til þess að stækka markhóp sinn, auka
    ferðamannastraum á svæðið og einnig til þess að hugsanlega lengja
    ferðamannatímabilið.

Samþykkt: 
  • 20.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Byggingararfur pd_fixed[1].pdf4.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna