is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2786

Titill: 
  • Leikur: leikur stráka og stelpna og hlutverk leikskólakennarans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er lagt til B.Ed.-prófs við Hug- og félagsvísindadeild, Háskólans á Akureyri. Í því er fjallað um hvað leikur sé og af hverju börn leika sér með þróun leiksins í huga. Oft er talið að leikur sé mismunandi milli kynja og verður það skoðað nánar. Reynt verður að komist að því hvað það sé sem veldur því að leikur kynjanna sé mismunandi. Að lokum mun vera farið aðeins í hvert hlutverk leikskólakennara sé í leiknum og mismunandi viðhorf. Leikur leikskólabarna er aðallega til umfjöllunar þó verður sjónum lítillega beint að leik grunnskólabarna.
    Leikur er flókið fyrirbæri sem fræðimenn hafa ekki en orðið á eitt sáttir um hvernig hægt sé að skilgreina. Það er ekki skylda að leika sér heldur er nauðsynlegt að leikurinn sé ánægjulegur fyrir barnið. Leikur felur í sér ýmsa hluti en til að byrja með snýst hann aðallega um nám og til að barnið fái útrás fyrir tilfinningum sínum. Barn þroskast á marga vegur í leiknum, það vinnur oftar en ekki úr reynslu sinni í gegnum leik. Barni er það eðlislægt að leika sér og byrjar barn snemma á því en á einfaldan hátt. Leikurinn verður flóknari eftir því sem börnin eldast.
    Oftar en ekki eru leikir flokkaðir niður í hlutverka- og þykjustuleik, sköpunar- og byggingaleik, skynfæra- og hreyfileik og að lokum eru það regluleik. Hafa þessir flokkar hver sitt einkenni. Það er talið gott að gæta jafnvægi á milli leikja, að barn leiki ekki einungis í einum af þessum flokkum. Barnið verður að þroskast á öllum sviðum og þess vegna er talið nauðsynlegt að barnið leiki sé á sem fjölbreyttasta hátt.
    Frá upphafi mannkyns hefur leikurinn fylgt mannkyninu. Leiknum hefur ekki alla tíð verið sýnd sama athygli og er í dag. Kristnimönnum þótti leikur syndsamur og það var bannað að leika sér. Aristóteles og Platón eru með þeim fyrstu sem skrifa um leikinn og mikilvægi hans.
    Þegar börnin hafa áttað sig á kynhneigð sinni fara þau að sækjast í það að leika við barn af sama kyni. Þetta er eitthvað sem margir fræðimenn hafa velt fyrir sér af hverju þetta gerist og hverjir hafi áhrif á kynmyndun barna. Margrét Pála Ólafsdóttir er forstjóri Hjallastefnunnar og er börnum í Hjallastefnunni kynskipt meira og minna allan daginn. Margrét Pála telur að kynskiptir hópar hafi góð áhrif á börn.
    Leikskólakennarinn er oftar en ekki mikilvægur þáttur í leik barna og þátttaka hans skiptir máli. Það eru mismunandi skoðanir á meðal leikskólakennara hvert hlutverk þeirra sé í leiknum. Það var gerð rannsókn á Íslandi um þátttöku starfsfólks í hlutverkaleik og mun hún vera skoðuð nánar.
    Heildarniðurstaða þessa rits er sú að leikurinn er mikilvægur þáttur í heildarþroska barna og hefur áhrif á nám og þroska þeirra. Það sem skiptir mestu máli er að börnin fái að njóta sín í fjölbreyttu og hvetjandi leikumhverfi og það er hlutverk kennara að standa vörð um það.

    Abstract
    This essay is written for B.Ed.-diploma from the Social sciences department, at the University in Akureyri. In this essay I will look for answers in all aspects of child’s play, and why children play. There will be discussion about play development. Play is often considered to be different between boys and girls, and I will look further into the reasons for difference between the genders in play. Finally I will look into what role the preschool teacher has in the play itself and their vision on it. I will mainly cover children’s play in preschool, as well as in primary school.
    The concept, play, is something scholars can never agree about play. No one has the obligation to play, but it is necessary that the play is enjoyable for the child. Play can be various, but at first, play is mainly about education, and the children’s expression on there feelings. Children develop the play in many ways and they extracts their experience through play. Play is inherent for children, and they start playing in the simplest way very early. But later on the play starts to become more complex.
    Play has often been classified in the following groups: Role- and dramatic play, creative- and construction play, sensor motor and active play and finally it is rules in play. Each of those groups have there own attributes. Balance between those groups is often seen as a good thing that the child does not only play within one of those groups. The child must grow in all aspects and therefore it is seen as necessary that the child play’s in the most various way as possible.
    Play has been here since the beginning of mankind. The play has not always been shown the same attention as it get’s today. Christians found that play was very sinful, and it was prohibited to play. Aristotle and Plato are amongst the first who write about play and the significance it has.
    When children get a sence for their sexual orientation they start to pursue play with the same gender. Many scholars have wonder about why this is, and who influence gender development. Margrét Pála Ólafsdóttir is the president of the Hjalli model and in it, children are divided by gender more or less throughout the day. Margrét Pála believes gender divided groups have good influence in children.
    Preschool teacher have a big role in children’s play and their involvement is very important. Preschool teachers have very different opinion’s about their role in the play. The outcome in an Icelandic research amongst preschool employees, is that involvement in role play is very important for children´s development.
    The conclusion is that play has an impenetrable effect on the total development of a child and is a precious way for children to develop their study. What is most important is that the child can find joy and challenge through play and it is the teacher’s role to stand guard.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til janúar 2010
Samþykkt: 
  • 25.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thordis.pdf326.77 kBOpinnLeikur: Leikur stráka og stelpna og hlutverkr leikskólakennarans-heildPDFSkoða/Opna
i síðurx.pdf24.49 kBOpinnLeikur: Leikur stráka og stelpna og hlutverkr leikskólakennarans-ÚtdrátturPDFSkoða/Opna
leikur forsidax.pdf10.79 kBOpinnLeikur: Leikur stráka og stelpna og hlutverkr leikskólakennarans-ForsiðaPDFSkoða/Opna