is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27987

Titill: 
  • Eru keppniseiginleikar íslenska hestsins í alþjóðlega staðlaðri íþróttakeppni þeir sömu óháð landi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kannað var hvort keppniseiginleikar íslenska hestsins í alþjóðlega staðlaðri íþróttakeppni væru sambærilegir á Norðurlöndunum fjórum, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Keppni á íslenska hestinum hefur aukist til muna á síðustu árum og fjöldi móta í ýmsum greinum eru haldin um heim allan. Stefnt er að því að bæta keppniseiginleikum inn í kynbótamat íslenska hestsins á næstunni en rannsóknir hafa sýnt fram á að keppnisgögn eru vel til þess fallin að nota sem grunn kynbótamats. Í fyrstu mun þróun kynbótamatsins aðeins fela í sér viðbót íslenskra keppnisgagna.
    Næstu skref munu hugsanlega fela í sér viðbót keppnisgagna frá öðrum löndum og því nauðsynlegt að kanna þau. Keppnisgögn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð voru notuð en þau voru fengin úr upprunaættbók íslenska hestsins, Worldfengur.com. 12 ára tímabil var skoðað, frá árinu 2004 til ársins 2016. Til grundvallar lágu niðurstöður úr forkeppni fullorðinna í 1.flokki og meistaraflokki í keppnisgreinunum tölti (T1 og T3), slaktaumatölti (T2 og T4), fjórgangi (V1 og V2), fimmgangi (V1 og V2) og gæðingaskeiði (PP1). Tölfræðigreiningar voru gerðar með SAS forritapakkanum og kynbótafræðigreiningar með DMU forritapakkanum með REML aðferðafræði. Erfðastuðlar keppniseiginleikanna voru metnir og innbyrðistengsl þeirra könnuð. Í stuttu máli var jákvæð og almennt há erfðafylgni á milli keppniseiginleikanna sem gefur til kynna að keppnishæfni er sameiginlegur erfðaþáttur hrossanna í löndunum fjórum. Mat á arfgengi sambærilegra eiginleika á milli landanna var breytilegt og sér í lagi hjá Finnlandi sem og í greinunum slaktaumatölti og gæðingaskeiði. Mismunurinn skýrist af öllum líkindum vegna munar í forvali keppnishrossa og reynslu knapa. Einnig kemur til mismunandi keppnismenning innan landanna fjögurra og breytileg áhersla á keppnisgreinar. Almennt má segja að keppniseiginleikar séu sambærilegir á milli landa í alþjóðlega staðlaðri íþróttakeppni sem gefur vísbendingu um að hægt verði að byggja kynbótamat keppniseiginleika á niðurstöðum frá Norðurlöndunum fjórum.

Samþykkt: 
  • 8.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS LOKAVERKEFNI Erla Guðný.pdf803.5 kBOpinnPDFSkoða/Opna