is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2808

Titill: 
  • Andleg vellíðan, þunglyndi, kvíði og streita hjá börnum út frá hjúskaparstöðu foreldra á uppvaxtarárum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Langtíma áhrif hjúskaparstöðu foreldra var rannsökuð hjá 283 íslenskum háskólanemum, á aldrinum 20 til 50 ára. Þátttakendur svöruðu Þunglyndis, kvíða og streitukvarðanum (DASS), Þunglyndiskvarða til notkunar á sjúkrahúsum (HADS), Þunglyndiskvarða til faraldsfræðirannsókna (CES-D), Kvarða andlegrar vellíðunar (Affect Balance Scale, ABS) og nokkrum spurningum um fjölskylduhagi á uppvaxtarárum. Rannsóknin sýndi mun á því hvort foreldrar hefðu skilið, verið einstæðir, í sambúð eða verið giftir en ekki í þá átt sem búast hefði mátt við. Þeir sem áttu foreldra sem höfðu verið gift eða verið einstæðir voru kvíðnari og þunglyndari en þeir sem áttu fráskilda foreldra og foreldra í sambúð. Þeir sem áttu færri systkini voru kvíðnari en þeir sem áttu fleiri. Ekki kom fram munur á öðrum þáttum, hvorki í streitu né andlegri vanlíðan, sama hvaða hópar voru bornir saman.

Samþykkt: 
  • 26.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Lokaskil_fixed.pdf6.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna