EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2810

Title
is

Í átt að jafnrétti: Þróun jafnréttislöggjafar á Íslandi

Abstract
is

Í ritgerðinni er fjallað á heildstæðan hátt um þróun jafnréttislöggjafar á Íslandi frá árinu 1976-2009. Farið er yfir sögu jafnréttisbaráttunnar með það markmið að leiða lesandann í gegnum baráttu kvenna í íslensku samfélagi og þá þróun sem leiddi til setningar laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Fjallað er um þann árangur sem réttindabaráttan hefur borið á Íslandi og þær væntingar sem fylgja nýjum jafnréttislögum. Áhrif yfirstandandi efnahagskreppu á jafnréttisbaráttuna eru sérstaklega til umfjöllunar.
Niðurstöður ritgerðarinnar leiða í ljós framfarir í jafnréttismálum á Íslandi á árunum 1976-2009. Lög um jöfn laun kynjanna hafa verið sett, kynjakvótar lögbundnir, launaleynd afnumin og sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar eða barnsburðar hefur verið lögfest ásamt ákvæðum um feðraorlof sem hafa aukið aðkomu feðra að heimilunum. Konur hafa nú rétt til fóstureyðingar og jafnrétti kvenna og karla í hjúskap er nú lögbundið. Bann hefur verið lagt við mismunun í starfi og ráðningu, kynbundið ofbeldi hefur verið viðurkennt sem jafnréttishindrun og jafnréttisáætlanir fyrirtækja og stofnana eru nú lögbundnar.
Jafnréttisbaráttan hefur borið mikinn árangur en óréttlæti í garð kvenna er enn við lýði og má búast við því að yfirstandandi efnahagserfiðleikar setji strik í reikninginn. Markmið löggjafar á sviði jafnréttismála er að gera konur jafnvígar körlum á öllum vígstöðvum. Jafnréttislög hafa ekki borið tilætlaðan árangur undanfarin ár og má því ætla að slík löggjöf sé ekki fullnægjandi. Ef jafnrétti kynjanna skal náð í íslensku samfélagi þarf allsherjar hugarfarsbreyting að koma til hjá íslensku þjóðinni allri.

Accepted
26/05/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
slandi_fixed.pdf508KBLocked Complete Text PDF