is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28148

Titill: 
  • Hver voru áhrif braggamenningar á Íslenskt samfélag á 20.öld? : braggasamfélagið í Reykjavík : leiklistarkennsla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er einblínt á braggasamfélagið á Íslandi á 20. öldinni. Landið var tekið hernámi á stríðsárunum af Bretum og síðar Bandaríkjamönnum. Bretar byggðu bragga fyrir hermenn sína og vistir. Eftir að þeir fóru fluttust Íslendingar inn í braggana vegna húsnæðiseklu á þessum árum. Átti það að vera skammtímalausn en svo varð hins vegar ekki. Fjöldi fólks bjó í bröggum í mörg ár. Í braggasamfélaginu var mikið um fátækt, þeir sem bjuggu í ,,venjulegum‘‘ húsum litu oft niður á braggabúa. Amma mín bjó í bragga í nokkur ár, fluttist þangað þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul og þessi ritgerð byggist á frásögnum. hennar Hún fluttist frá bröggunum þremur árum síðar eða þegar hún var sautján ára gömul. Vil ég þakka ömmu minni sérstaklega fyrir hennar þátt í verkefninu, hennar þáttur skiptir miklu máli þar sem efni ritgerðarinnar og bygging kennslunnar kemur út frá hennar frásögnun.
    Efni ritgerðarinnar byggir á undirbúningi og framkvæmd leiklistarkennslu, námskeiðs í Borgarholtsskóla þar sem ég kenndi unglingum leiklist. Nemendur fengu þar í gegnum leiklist tækifæri til þess að kynnast braggamenningu liðins tíma og læra um leið ólíkar leikhúsaðferðir. Vil ég þakka nemendum fyrir þeirra þátt í verkefninu, þeirra þátttaka gerði það að verkum að verkefnið gekk upp. Markmið kennslunnar beindist að því að kennslan þjálfi nemendur í aðferðum leiklistar en ekki síður í læsi á leiklist í víðu samhengi og að dýpka skilning nemenda á sjálfum sér, mannlegu eðli og samfélagi.
    Í fyrsta hluta ritgerðarinnar verður fjallað um samfélag braggabúa, minningar þeirra og sögur. Því næst verður rætt um mikilvægi þess að nota skapandi aðferðir í skólastarfi. Kynntar verða leiklistaraðferðir Augustos Boal en þær voru notaðar í leiklistarkennslu minni um braggamenningu. Einnig verða hugmyndir heimildarleikhúss viðraðar og rætt hvernig þær geta komið að góðum notum við kennslu. Framkvæmd námskeiðsins sjálfs er síðan lýst þar sem gerð er grein fyrir æfingum og framvindu vinnunnar. Í lok ritgerðar er farið yfir helstu atriði leiklistarkennslunnar og árangur námskeiðsins metinn, jafnframt því sem fjallað er um hvaða lærdóm má draga af verkefninu og hvernig megi þróa framhald þess. Ég vil þakka Ásu Helgu Ragnarsdóttur, eiðbeinandia mínum, en hún hefur haldið utan um verkefnið frá fyrsta degi. Hennar þáttur skiptir gríðarlega miklu máli og er ég henni ævinlega þakklát.

  • Útdráttur er á ensku

    This project looks at the lives of Icelandic people after the British and American armies were resident in Iceland (after the Second World war). The impact of these armies precence on the Icelandic culture was considerable. In the years following the armies‘ departure there was a housing shortage so the Icelandic people moved into their now disused temporary housing. There was a lot of poverty in these communities and the people who lived in ́ ́normal housing‘‘ looked down on them. My grandmother lived in one of these communities and the project is mainly built on her stories from the time. The subject of this thesis is based on the preparation of drama lessons and workshop in Borgarholtsskóli, Reykjavík where I was teaching. Students got the oppurtunity to research the people who lived in the houses after the army left and then learn new drama activities and games connected to these characters. The goal was to teach the students new theories within drama but also how to read drama in a wider context and therefore deepen their understanding of themselves, community and human communication. The drama technique we primarily used was verbatim theatre. We also used ecercises and theories from Augusto Boal. The students put these two theories together to work with the material in the process learnt about old times in Icelandic community. At the end of the lessons they devised a scene that was only used from the interview that I took with my grandmother. The students were happy about the experience and that was the main goal, they also said that they would definitely use this kind of method in their work going forward.
    In the first part of the essay I will explore the lives of the people who lived in those hafl rounded houses, their memories and stories. Next I will discuss the neccessity to use creative methods of Augusto Boal and how they were used within the teaching. Then I will look at verbatim theatre and discuss how this can be utilised within teaching and activites.
    The workshop is then described and will discuss the work of the students. In the end I will go over the main issues the essay explred how they worked.

Samþykkt: 
  • 12.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Elín Sveinsdóttir.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna