EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>Kandídatsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2818

Title
is

"Þetta er ekki hættulegt." Viðhorf og reynsla kvenna af fæðingum fjarri hátækni

Abstract
is

Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og reynslu kvenna af fæðingum fjarri hátækni. Á undanförnum árum hefur fæðingarstöðum á landsbyggðinni verið að fækka. Umræða þessu tengd hefur að mestu snúist um öryggi í fæðingu sem gjarnan hefur verið tengt við hátækni. Því er mikilvægt að varpa ljósi á, í hverju konur sem fæða fjarri hátækni finna öryggi.
Stuðst var við eigindlega aðferðarfræði og var úrtak rannsóknarinnar þægindaúrtak. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sjö konur sem fætt höfðu barn/börn á síðastliðnum fimm árum á Höfn í Hornafirði. Við greiningu viðtalanna var lögð áhersla á að lýsa innihaldi þeirra. Niðurstöðum var skipt í fjögur megin þemu sem endurspegluðu efnisþætti viðtalanna: 1) Sjálfsögð grunnþjónusta „til að geta verið hér” 2) „Frábær” reynsla 3) Öryggi og fær ljósmóðir 4) Ákvörðunin „ þetta er ekki hættulegt”.
Niðurstaða rannsóknarinnar er í stuttu máli sú að konurnar í rannsókninni telja að fæðing sé eðlilegasti hlutur í heimi. Þær telja sér og sínum best borgið í ljósmæðraþjónustu í sinni heimabyggð, hjá ljósmóður sem þær treysta, í samfélagi sem þær þekkja, nálægt fjölskyldum sínum. Þær upplifa sig öruggar í sínu samfélagi og eðlileg fæðing fjarri hátækni er í augum kvennanna ekki hættuleg.
Lykilorð: menningarlegt öryggi / öryggi / reynsla kvenna / þjónusta í barneignarferlinu / dreifbýli / ljósmóðir

Accepted
26/05/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
þetta er ekki hætt... .pdf305KBOpen Complete Text PDF View/Open