EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2821

Title
is

Skynörvun og minningavinna í dægradvöl fyrir aldraða með heilabilun

Abstract
is

Tilgangur verkefnisins var að skoða hvaða áhrif minningavinna og skynörvun hefði á aldraða einstaklinga með heilabilun. Aðaláherslan var lögð á að skoða notkun minningaherbergja og skynörvunarrýma.
Hjá einstaklingum með hvað mesta heilabilun er ekki auðvelt að koma við dægradvöl sem hentar. Undanfarið hafa tvær aðferðir verið að ryðja sér til rúms erlendis, en það eru skynörvunarrými og minningavinna. Sameiginlegt með báðum aðferðunum er að einstaklingar sem nýta þau upplifa ánægjulegar stundir, verða glaðari og vart verður við minni pirring í fari þeirra. Í minningaherbergjunum er upplifunin með öðrum einstaklingum, en upplifunin í skynörvunarrýminu fer fram með aðstoð aðstoðarmanns þar sem hver einstaklingur er út af fyrir sig.
Minningavinna í minningaherbergjum hefur verið stunduð við ýmsar öldrunarstofnanir hér á landi með góðum árangri, en skynörvunarrými þekkjast ekki hér við vinnu með öldruðum. Erlendis hafa báðar aðferðirnar orðið vinsælar vegna þess hversu einfaldar og auðlærðar þær eru og hefur nálgunin einnig þótt nærgætin og manneskjuleg. Við innleiðingu á minningavinnu og skynörvun eru hjúkrunarfræðingar í lykilaðstöðu til þess að koma þessari vinnu á, bæði við skipulagningu og kennslu annars starfsfólks.

Accepted
27/05/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
minningavinna_fixed.pdf417KBOpen Complete Text PDF View/Open