EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisBifröst University>Lagadeild>Lokaverkefni í lagadeild (BS)>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2832

Title
is

Um málsmeðferð stjórnsýslunefnda og fordæmisgildi úrlausna þeirra

Submitted
June 2009
Abstract
is

Með þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á þær málsmeðferðarreglur sem gilda fyrir
sjálfstæðum stjórnsýslunefndum, annars vegar fyrir úrskurðarnefndum og hins vegar fyrir
álitsgefandi nefndum, ásamt því að athuga fordæmisgildi ákvarðana innan stjórnsýslunnar.
Mikilvægt er að málsmeðferðarreglur séu skýrar og aðgengilegar, hvort heldur sem er fyrir
hinn almenna borgara eða stjórnvöld. Stjórnsýslulögin eru lágmarksreglur sem gilda meðal
annars um málsmeðferð úrskurðarnefnda en ákvarðanir álitsgefandi nefnda falla ekki undir
þau. Sérlög og reglugerðir um málsmeðferð úrskurðarnefnda ganga framar hinum almennu
ákvæðum stjórnsýslulaga en allur gangur er á hversu ítarleg þau ákvæði eru. Þar sem
málsmeðferð álitsgefandi nefnda fellur ekki innan ákvæða stjórnsýslulaga er mikið vafamál
um hvaða reglum þær skulu lúta varðandi málsmeðferð. Skiptar skoðanir eru á því hvort
ákvæði stjórnsýslulaga eigi að gilda og hafa dómstólar og umboðsmaður Alþingis fjallað um
málið með ólíkum niðurstöðum. Fordæmisgildi ákvarðana innan stjórnsýslunnar styrkjast eftir
því sem reglur um málsmeðferð og kröfur um sérþekkingu eru ítarlegri og einnig hefur birting
sitt að segja um fordæmisgildið. Stjórnvöld leitast því við að fylgja jafnræði og samræmi í
störfum sínum. Brýn þörf er á samræmingu og skýrleika í málsmeðferðarreglum fyrir
sjálfstæðum stjórnsýslunefndum til að gæta að réttaröryggi borgaranna.

Accepted
27/05/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
BSritgerd_Steinunn... .pdf461KBOpen  PDF View/Open