is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28403

Titill: 
  • Áhrif alverslunar á ákvörðunartöku neytenda við kaup á skófatnaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í heimi tækninýjunga er hegðun neytenda sífellt að breytast. Á síðustu árum hefur hugtakið alverslun skotið upp kollinum en það kemur til sögunnar vegna þess að neytendur eru farnir að krefjast þess að geta verslað hvað sem er og hvenær sem er. Með því að skoða þetta nýja hugtak var gerð rannsókn á því hvort alverslun hefði áhrif á ákvörðunartöku neytanda við kaup á skófatnaði, þ.e. kanna hvort að neytendur á Íslandi nýta sér alverslun ásamt því hvernig hegðun neytenda er við kaupin. Einnig var vitund fólks sem starfar við markaðssetningu á skófatnaði á Íslandi könnuð, hvort það væri almennt að nýta sér alverslun og hvernig. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á það að fólk er almennt að nýta sér alverslun, bæði við kaup og sölu á skófatnaði. Meirihluti neytenda hafði orðið var við skóna áður en þeir gerðu sér ferð í hefðbundnu verslunina og neytendur eru að nýta sér hverskonar miðla við kaupin. Alverslun er því að ryðja sér til rúms hér á landi og mun að öllum líkindum vaxa á komandi árum.

Samþykkt: 
  • 22.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28403


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin - lokaskjal Andri og Heiður.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna