is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2859

Titill: 
  • Jóga á meðgöngu og upplifun fæðingar. „... Að fagna verkjunum, bjóða þá velkomna og anda“
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni í ljósmóðurfræði er fræðileg samantekt um jóga á meðgöngu og upplifun af fæðingu. Tilgangur verkefnisins er tvíþættur, annarsvegar að fjalla um meðgöngujóga og áhrif þess á þungaðar konur, barnið og fæðinguna og hins vegar að skoða upplifun þeirra kvenna af fæðingum, sem stundað hafa jóga á meðgöngu. Fjallað er sérstaklega um meðgöngujóganámskeið Auðar Bjarnadóttur í Lótus Jógasetri og skyggndist ég inn í reynsluheim kvenna með því að skoða 10 fæðingasögur kvenna sem voru á þessu námskeiði.
    Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið um jóga á meðgöngu mæla með ástundun jóga og það er ekkert sem bendir til að konur megi ekki stunda jóga á meðgöngu. Jóga hefur jákvæð áhrif á bæði hina verðandi móður og hið ófædda barn og hefur einnig jákvæð áhrif á gang og upplifun kvenna af fæðingunni. Það sem var sameiginlegt með fæðingasögunum var að konurnar upplifðu allar sína fæðingu jákvætt, höfðu mikla trú á eigin getu og traust á líkamanum og þeim fannst jóga hjálpa sér í gegnum fæðinguna. Þær nýttu sér margt úr tímunum svo sem; haföndun, slökun, jákvæða hugarfarið, andlega undirbúninginn, tenginguna inn á við, þriðja augað, fræðsluna og samvinnuna við barnið.
    Það er margt líkt með hugmyndafræði jóga og ljósmæðra hvað varðar áherslu á heildrænt lífeðlislegt barneignarferli, sjálfstæðar ákvarðanir og styrkingu kvenna. Mikilvægt er að ljósmæður geti stutt konur og stuðlað að lífeðlislegu fæðingarferli á þann hátt sem konurnar þurfa og vilja í samræmi við undirbúning þeirra á meðgöngunni.

Samþykkt: 
  • 28.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
jógaámeðgöngu_fixed.pdf326.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna