EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2908

Title
is

Fræðileg samantekt á hreyfingu og lífsgæðum unglinga

Abstract
is

Hreyfingarleysi meðal barna og unglinga hefur aukist í hinum vestræna heimi á síðustu áratugum og er Ísland þar engin undantekning. Hreyfing er mikilvæg til að sporna við lífsstílstengdum sjúkdómum tengdum ofþyngd og offitu. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á hreyfingu hér á landi og erlendis staðfesta mikilvægi hreyfingar fyrir betri líðan og almenn lífsgæði. Megintilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða hreyfingu og lífsgæði barna og unglinga og sambandið þar á milli.
Niðurstöður rannsókna sýna að lítilleg en stöðug aukning er í líkamlegri hreyfingu hjá unglingum á Íslandi og aukningin sé meiri meðal stúlkna. Í nýlegri íslenskri könnun kemur fram að 70% unglinga sem stunda líkamlega hreyfingu oftar en 4 x í viku eiga vin sem gerir slíkt hið sama. Hreyfing er einnig mikilvæg til að auka bæði andleg og líkamleg lífsgæði unglinga og bæta gæði svefns.
Niðurstöður sem þessar eru gagnlegar fyrir hjúkrunarfræðinga til að vinna að bættri heilsu barna og unglinga, með aukinni áherslu á hreyfingu.

Accepted
30/05/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Fræðileg samantekt... .pdf228KBOpen Complete Text PDF View/Open