is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2948

Titill: 
  • Stórskyttan losnaði úr tékkneskum frakka. Rannsókn á handboltaorðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er myndun handboltaorða skoðuð. Byrjað verður á að skoða íslenska málstefnu og verður athugað hvort orðmyndun í handboltamáli sé í samræmi við íslenska málstefnu. Orðmyndun í handboltamáli verður borin saman við orðmyndun í bílamáli og tölvumáli en skipulögð íðorðastarfsemi hefur verið í bílamáli og tölvumáli en ekki í handboltamáli. Skoðað verður hvort lærða orðmyndun sé að finna í handboltamáli eða hvort flest orð séu mynduð með virkri orðmyndun og hvort skilin þar á milli séu alltaf skýr.
    Fyrst verður því gerð grein fyrir ólíkum aðferðum við nýyrðasmíð áður en stuttlega verður greint frá heimildaöflun orðanna sem finna má í viðauka. Því næst verður orðmyndun í handboltamáli skoðuð en þar verða sagnir í handboltamáli skoðaðar annars vegar og nafnorð hins vegar. Flestar sagnir sem finna má í viðauka verða skoðaðar sérstaklega en þær eru ýmist tökusagnir eða sagnir sem fyrir eru í málinu en fengið hafa nýja merkingu í handboltamáli. Skoðað verður hvort sagnir í tölvumáli séu myndaðar á sama hátt. Því næst verður myndun nafnorða í handboltamáli skoðuð en þau eru ýmist afleidd eða samsett. Skoðað verður hvort nafnorð í bílamáli séu mynduð á svipaðan hátt og í handboltamáli og hvort flest þeirra séu mynduð úr íslenskum efniviði eða hvort tökuorð sé frekar að finna í bílamáli en handboltamáli.
    Að lokum verður fjallað um baráttu nokkurra orða í handboltamáli fyrir tilverurétti sínum. Athugað verður hvort lengd orðanna, gagnsæi eða áhrif fjölmiðla ráði mestu um það hvaða orð festist í málinu þegar tvö eða fleiri keppa um hylli málnotenda. Hér er aðallega fjallað um orð sem finna má í prentmiðlum en talmál handboltaorðanotenda látið liggja á milli hluta.

Samþykkt: 
  • 3.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
in_fixed.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna