is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/294

Titill: 
  • Verk í höndum : um gildi list- og verkgreina fyrir börn með náms og hegðunarörðugleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um gildi list- og verkgreina fyrir nemendur með náms- og hegðunarörðugleika og hvernig þessar greinar geti stuðlað að því að gera námið áhugaverðara og þolanlegra.
    Fjallað er um nokkra þekkta fræðimenn frá fyrri tíð sem hafa meðal annars fjallað um list- og verkgreinar í skólum og skýrt verður frá helstu sjónarmiðum þeirra. Þeir eru meðal annars sammála um að list- og verkgreinar hafa góð áhrif á nemendur. Sumir þeirra lögðu einnig áherslu á einstaklingsmiðað nám þannig að hver og einn nemandi fengi notið sín á sínum eigin forsendum.
    Fjallað var um náms- og hegðunarörðugleika og skýrt frá því hvernig þeir lýsa sér og hvernig hægt er að koma til móts við þá nemendur sem eiga við slíka örðugleika að etja í skólum. Sá stuðningur sem meðal annars er hægt að gefa börnum í skólum er að kennarinn viðurkenni og virði námsstíl hvers og eins nemanda. Þannig getur stuðningur við fjölhæft nám og þroski einstaklinga vaxið.
    Tekin voru viðtöl við nokkra reynda list- og verkgreinakennara og þeir spurðir hvað list- og verkgreinar geti gert fyrir börn með náms- og hegðunarörðugleika. Okkar helstu niðurstöður voru að list- og verkgreinar hafa mjög góð áhrif á börn með náms- og hegðunarörðugleika sem og aðra nemendur. Við komumst einnig að því að auka þyrfti list- og verkgreinakennslu í skólunum vegna þess að þær eru góður kostur fyrir þá ólíku nemendahópa sem skólakerfið á að sinna.

Samþykkt: 
  • 10.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf327.14 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna