is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2952

Titill: 
  • Sjúklingaánægja þeirra sem liggja á endurhæfingargeðdeild LSH
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að rannsaka hvaða þættir hafa áhrif á sjúklingaánægju
    meðal sjálfræðissviptra einstaklinga. Hugtakið sjúklingaánægja hefur unnið sér sess við mat á gæðum þjónustu í heilbrigðiskerfinu en á síðustu árum hefur áhugi á sjónarhorni notenda aukist. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð sem nefnist túlkunarfræði við öflun og úrvinnslu gagna. Tekin voru viðtöl við fimm sjúklinga á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild LSH og notast var við s.k. þægindaúrtak í samvinnu við deildarstjóra. Við úrvinnslu gagna
    komu fram sex þemu, þ.e. að vera virt og venjuleg manneskja, að vera tilneyddur, að vera
    heftur af reglum, hlustun, samræður og skilningur starfsfólks, að búa við stöðugt eftirlit og
    vera ekki treyst og öryggi, rútína og stofnanalegt umhverfi.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru að sjúklingum fannst sjálfræðissvipting mjög gróft
    inngrip sem erfitt væri að sætta sig við. Þeim fannst reglur strangar, eftirlit óþægilega mikið
    og niðurlægjandi. Þeim fannst einnig skorta virðingu í framkomu við þá, starfsfólk ekki
    hlusta á sig, þeir ekki geta átt innilegar samræður við starfsfólk og þeir töldu sig ekki geta
    treyst starfsfólki að öðru leyti en því að það héldi hlutunum fyrir sjálft sig.
    Rannsakendur telja að þarft sé að gera frekari rannsóknir á þáttum sem tengjast
    sjúklingaánægju meðal sjálfræðissviptra sjúklinga svo rödd þeirra fái að heyrast og meta
    megi gæði þjónustunnar við þá.

Samþykkt: 
  • 3.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjúklingaánægja_fixed.pdf2.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna