EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2960

Title
is

La via delle saghe dalla Mongolia del medioevo all´Italia. Studio comparativo tra letterature islandesi, mongola e italiana del XIII secolo

Abstract
is

Kjarninn í þessari ritgerð eru tvö verk og tvær persónur sem tengjast á einn og annan hátt þ.e Storia segreta dei Mongoli eða “Hin leynda saga Mongólana” og hins vegar ferðasaga Marco Polo Il Milione þar sem Mongolíu höfðinginn Qubilai Qan og ambassadors ferðir Polos fyrir
hann eru beinagrind verksins. Polo dagaði uppi hjá Qubilai aðeins 30 árum eftir að saga
Mongolana var skrásett sem er eiginlega ævisaga Cinggis- Kagan Gengis Khan förföður
Qubilai. Án efa hefur Polo séð verkið og ýmis sameiginleg einkenni merkjanleg.
Uppbyggingin er svipuð; vel deilt niður í kafla, þó mun meira í Il Milione, fyrirsagnirnar eru keimlíkar og frásagnarstíllinn svipaður. Tel ég ekki vafa leika á því að saga Mongolana sem hefur að mestu legið gleymd og grafin nema í Japan þar sem hún hlaut á sínum tíma góðar
viðtökur átt sinn þátt í að Polo lét skrásetja sína sögu sem hlaut strax mikla útbreiðslu og athygli. Bæði eru þessi verk fyrstu nútíma bókmenntir hlutaðeigandi föðurlanda. Annað viðfangsefni mitt er samanburður á sögu Mongolana skrifuð 1240 við Íslendingasögurnar skrásettar á svipuðum tíma sem hafa flestar sömu megin einkenni frásagnar stílsins þó fjallað sé með gjörólíkum hætti um sömu viðfangsefni vegna ólíkra viðhorfa og menningar.
Notast ég sérstaklega við Njálu í útgáfu Jóns Böðvarssonar 2002 og Laxdælu í snilldar
þýðingu á ítalska tungu eftir Giovanni di Gallo (ólíkt skemmtilegri lesning að lesa Njálu og Eglu á dönsku). Íslendingasögurnar eru sjaldan dagsettar á meðan stendur skýrt á síðustu blaðsíðu í riti mongolana að hún sé skrifuð í síðasta mánuði á ári rottunnar [1240] við hirð
Doloan-boldag. Að lokum fer ég útí hvernig Mongolar með Attila Húnakonung fremstan í
flokki eru söguefni fyrstu texta tilrauna germanskrar tungu, Nibelungenlied og
Hildibrandslied. Sama sögugrunn finnum við í íslensku fornritunum, einkum í Eddu eldri
eða Ljóða Eddu þar sem flestar sögupersónana koma fyrir úr fyrrgreindum ljóðum. Niflunga
hittum við fyrir í Völsungasögu Eddu eldri, Hildibrand sem Húnakappa í Ásmundarsögu,
Þíðrikssaga er að finna söguþráð um Teodorico af Ravena sem Mongolar tóku sem gísl og ólst upp í Constantinopel. Í Codex Regus Eddu eldri eða er sagt frá hinni frægu hefnd Krímhildar systur Gundariusar af Burgundi, en í Eddu hefur Krímhild fengið nafnið Guðrún og ættin kölluð Gjúkar. Nafn Attila Húnakonungs verður Etzel og hefndin orðin enn svæsnari og beinist að Attila en ekki Gundariusi bróður hennar sem lét myrða Sigfrit elskhuga Krímhildar. Að lokum byrtist okkur Sigfrid konungsoninn sjálfur frá Nieder- Rhein sem Sigurður Fáfnisbani í Völsungasögu og Skáldskaparmálum, Snorra Eddu. Í norrænu útgáfunni drepur Sigfrid dreka og fjársjóðurinn góði þekktur sem Niflungaarfurinn kemur við
sögu í báðum verkunum, þó með ólíkum hætti sé.

Accepted
03/06/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
pd_fixed.pdf279KBOpen Text Body PDF View/Open
ritgerda_fixed.pdf24.8KBOpen Front Page PDF View/Open