is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2966

Titill: 
  • Breytingar á mæliaðferðum fjölmiðla á Íslandi og áhrif þeirra
Titill: 
  • Changes in audience measurements in Iceland and the impact of those changes on the media
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölmiðlar eru í hugum margra gluggi að upplýsingum, fréttum, fræðslu og
    skemmtiefni en einnig eru þeir oft kallaðir „ fjórða valdið“ þar sem þeir
    endurspegla skoðanir, viðhorf og umræðu fólksins í landinu og veita
    stjórnvöldum aðhald og aga. Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um fjölmiðla í
    gegnum tíðina og sér í lagi síðustu ár, til dæmis um eignarhald miðlanna,
    gegnsæi og það hvernig best sé að reka og stjórna þessum spegli samfélagsins.
    Fjölmiðlarannsóknir hafa þróast með miðlunum frá upphafi og hefur þeim
    fleygt fram síðustu tvo áratugina eða frá því að einokun Ríkisins á rekstri
    ljósvakamiðla var aflétt í ársbyrjun 1986. Þessar kannanir hafa þjónað
    misjöfnum tilgangi en í grunninn hefur markmið þeirra verið að upplýsa
    stjórnendur miðlanna um störf þeirra, upplýsa auglýsendur um hversu margir
    sjá skilaboðin þeirra og til uppröðunar dagskráliða fyrir miðlanna. Í þessari
    ritgerð leitast höfundur við að skoða uppruna og sögu fjölmiðla og
    fjölmiðlakannana á Íslandi. Farið verður yfir á fræðilegan hátt hvað fjölmiðill
    er, hvaða tilgangi hann þjónar og hverjir kostir hans og gallar eru. Einnig
    verður skýrt út hvað fjölmiðlarannsókn er og hvaða tilgangi hún þjónar fyrir
    ljósvakamiðlana og auglýsendur. Höfundur mun sýna fram á hvernig
    fjölmiðlaflóran hefur þróast á undanförum tveimur áratugum og hvaða
    ljósvakamiðlar hafa lifað af á þessum litla markaði. Ítarleg umfjöllun er um
    helstu fjölmiðlakannir, allt frá árinu 1967 til vorra tíma. Uppruni þessara
    kannanna, framkvæmd þeirra og niðurstöður eru skoðaðar og bornar saman við
    framkvæmdir og niðurstöður rafrænna mælinga eða hinna svokölluðu Portable
    People Meter (PPM) mælinga. Höfundur mun fara í saumana á rafrænum
    mælingum, hvenær þær byrjuðu, hvernig þær virka, hverjir eru helstu kostir og
    gallar slíkra mælinga ásamt því að fjalla um framkvæmd þessara rannsókna.
    Einnig verður skoðað hversvegna þessar mælingar eru svona mikilvægar fyrir
    miðlana og samfélagið. Höfundur mun að lokum skoða hvort rafrænar
    mælingar á fjölmiðlum séu í raun eins góðar og um hefur verið rætt og hvort
    það svari kostnaði fyrir miðlana að nota þessar rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 3.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2966


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritged_Halfdan_vor2009_fixed.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna