is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2982

Titill: 
  • Atferli mjólkurkúa í lausagöngufjósum
Útdráttur: 
  • Rannsakað var atferli mjólkurkúa í lausagöngufjósum til þess að ákvarða hvort kýr séu haldnar meiri streitu ef þær eru mjólkaðar af fólki í mjaltagryfju heldur en þar sem er mjaltaþjónn. Séu kýr haldin meiri streitu í öðru fjósinu kemur það fram í því að þær hvíla sig minna, éta minna og sýna meiri árásarhneigð hver gagnvart annarri. Fylgst var með kúnum í 30 klukkustundir í hvoru fjósi. Annars vegar voru framkvæmdar skimanir á 15 mínútna fresti þar sem skráð var hvað hver kýr var að aðhafast þegar maður leit á hana, og hins vegar fylgst með öllum samskiptum sem áttu sér stað. Tilgangur skimananna var að ákvarða í hvað kýrnar verðu tíma sínum og samskiptaathuganirnar voru gerðar til þess að hægt væri að bera saman jákvæð og neikvæð samskipti í hvoru fjósinu fyrir sig. Öll gögn voru borin saman innan hvors fjóss eftir tíma dags og á milli fjósa í heild og eftir tíma dags. Samskiptagögnum var einnig skipt eftir því hvort þau snérust um fæðu eða annað. Í ljós kom að þeim megin sem er mjaltagryfja verja kýrnar minni tíma í að hvíla sig, eins og talið var, eða um 39% á móti 48% þar sem er mjaltaþjónn. Hins vegar reyndust þær verja meiri tíma í að éta þar sem er gryfja eða 24%, heldur en þar sem er mjaltaþjónn, 19%. Munur á heildarárásarhneigð var nær enginn og tilgátu um meiri árásarhneigð í öðru fjósinu því hafnað. Árásarhneigð snérist að mestu um aðgang að fæðu þeim megin sem er mjaltagryfja og var í heildina meiri heldur en í hinu fjósinu fyrri hluta dags og öfugt. Aukin árásarhneigð þeim megin sem er mjaltaþjónn seinni hluta dags ræðst líklega af tveimur skiptum þegar hey kláraðist hjá þeim, en við það jókst árásarhneigð. Það er því niðurstaða þessarar rannsóknar að kýrnar séu ekki haldnar meiri streitu þar sem er mjaltagryfja heldur en þar sem er mjaltaþjónn og að líðan kúnna ráðist mun frekar af aðgengi að fæðu.

Samþykkt: 
  • 4.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2982


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MagnusThorlacius_BS_ritg_fixed.pdf6.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna