is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/298

Titill: 
  • „En þá gráti ég svo hátt.“ : viðhorf reyndra leikskólakennara og sóknarprests gagnvart sorg barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. – prófs við kennaradeild
    Háskólans á Akureyri vorið 2005.
    Verkefnið skiptist í megindráttum í tvo hluta. Fyrri hlutinn er fræðileg umfjöllun
    um sorg og sorgarviðbrögð barna. Tekin eru fyrir algeng viðbrögð fullorðinna við sorg,
    hvernig börn upplifa sorg, kenningar um myndun geðtengsla barna, skilningur barna á
    dauðanum, sorgarferli og sorgarviðbrögð barna. Einnig er skoðaður stuðningur
    leikskólans við börn í sorg. Síðari hlutinn er rannsókn á viðhorfi fimm reyndra
    leikskólakennara og eins sóknarprests gagnvart sorg barna.
    Rannsóknaraðferðin sem notuð var við framkvæmd þessarar rannsóknar hefur
    verið nefnd eigindleg rannsóknaraðferð. Hægt er að ná fram heildstæðri mynd af
    skoðunum fólks og viðhorfum þess og skilja hlutina frá sjónarhóli þess með því að
    notast við eigindlegar aðferðir, rannsóknin byggir á viðtölum.
    Meginniðurstaða rannsóknarinnar var sú að almennt voru viðmælendur
    sammála um að börn syrgi og margir aðrir þættir en andlát kalli fram missis- og
    sorgarviðbrögð hjá þeim má þar nefna skilnað foreldra, búferlaflutninga, missi
    gæludýra og langa fjarveru foreldra vegna vinnu. Skiptar skoðanir voru um hvort sorg
    barna væri viðurkennd að öllu leyti í samfélaginu eviðmælendur voru sammála um
    að það hafi orðið breytingar til batnaðar. Þeir voru einnig sammála um að börn eigi að
    taka þátt í sorg með fullorðnum en hins vegar voru skiptar skoðanir á því hversu stór
    sá þáttur eigi að vera. Allir viðmælendur voru sammála um að bregðast eigi við sorg
    barna inni í leikskólanum en þá greindi á um hvort eigi að vinna markvisst með sorgina
    eða hvort leikskólakennarinn eigi að vera viðbúinn ef að barnið óskar eftir því. Einnig
    kom fram í viðtölunum að almennt var lítil umræða eða vinna með dauðann og sorgina
    inni í leikskólanum, nema að einhver innan leikskólans yrði fyrir missi en þá var það
    tekið fyrir.
    Rannsakandi telur að með aukinni umræðu um dauðann og sorgina verði
    leikskólakennarinn betur í stakk búinn til að vinna með sorgina þegar hún mætir
    börnunum. Æskilegt er að leikskólinn samræmi sig í hvereigi að vinna með börn í
    sorg svo að þau fái þann stuðning sem þau þurfa á þessum erfiðu tímamótum.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
enthagrati.pdf307.68 kBOpinn„En þá gráti ég svo hátt.“ - heildPDFSkoða/Opna