is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2993

Titill: 
  • Líkaminn í mannfræðilegu ljósi, í kjölfar nýrrar líftækni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Allt fram undir miðbik tuttugustu aldarinnar var líkaminn sjaldan megin efni rannsókna
    í mannfræði. Með tímanum var hann deginn fram og þá fyrst notaður sem tæki til að
    lýsa mynstri, táknum og félagslegu skipulagi samfélagsins. Í kjölfar póstmódernismans,
    á sjöunda áratugnum, urðu vatnaskil í umfjöllun um líkamann. Líkaminn skráði sig á
    blað mannfræðinnar og varð smátt og smátt að megin efni rannsókna. Með tilkomu
    nýrrar líftækni steig nýr líkami fram á sjónarsviðið og við það breyttist viðhorf manna
    til líkamans. Líkaminn var settur fram á nýjan og sjónrænan hátt og farið var að hugsa
    um hann á sameindastigi. Þannig framlengdi tæknin líkama okkar og sjálfsskilning langt
    út í hið víðfeðma erfðamengi mannsins. Líftæknin opnaði erfðamengið um leið og hún
    breytti hugmyndum um sjálfið, líkamann og erfðirnar. Hugmyndir okkar breyttust ekki
    síst að því leyti að farið var að renna hýru auga til verðmætasköpunar út frá
    upplýsingum sem fram komu í erfðamenginu. Við það vöknuðu upp miklar deilur um
    það hvernig innri hlutum líkamans, þ.e. erfðunum, væri stjórnað, hvernig þeir væru
    einangraðir og sameinaðir í ferli sem voru ekki til áður. Segja má að út frá nýjum og
    flóknum ferlum sameindarinnar hafi lífið sjálft orðið að kraftmikilli pólitík.

Samþykkt: 
  • 5.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd5juni_fixed.pdf297.95 kBLokaðurHeildartextiPDF