EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3038

Title
is

Burðarvirki knatthalla á Íslandi

Abstract
is

Í þessu verkefni er safnað saman upplýsingum um sjö knatthallir sem risið hafa á Íslandi á undanförnum árum. Burðarvirki þessara halla eru borin saman með áherslu á aðalburðarbitana í þaki hallanna. Þakvirki knatthallar Vals, sem verður að öllum líkindum áttunda knatthöllin, er hönnuð eftir þremur mismunandi leiðum.
Fyrsta lausnin samanstendur af átta u.þ.b. 10m löngum beinum plötubitum sem eru settir saman þannig að þeir myndi stálboga sem líkir eftir bogaformi uppdrátta af knatthöll Vals. Plötubogarnir eru reiknaðir innspenntir við undirstöður og tengingarnar milli plötubitanna yfirfæra beygjuvægi.
Önnur lausnin er grindarbogi sem samanstendur af átta grindarbitum sem er raðað þannig að þeir fylgja sama bogaformi og plötubogalausnin. Um er að ræða svokallaða Warren grindarbita en sú tegund grindarbita hefur verið notuð við fjórar af þeim fimm knatthöllum landsins þar sem grindarbogar brúa haflengdina. Um er að ræða tveggja liða grindarboga sem er samansettur af grindarbitum með liðtengingu við undirstöður.
Þriðja lausnin er einnig grindarbogalausn sem er að öllu leyti eins og fyrri grindarbogalausnin nema að í þessari lausn er liðtenging mynduð yfir miðju hafi þannig að um þriggja liða grindarboga er að ræða.
Niðurstaða verkefnisins er sú að fyrir knatthöll Vals er plötubogalausn hagkvæmasta lausnin. Bogaform knatthallanna veldur miklum áslægum krafti í þversniðum þakvirkisins en minnkar beygjuvægisáraunina. Snjóálagið er ráðandi álag fyrir plötubogalausnina. Snjóálagið fellir hausbita grindarbogalausnanna en vindálagið fellir fótbitana og því ekki hægt að segja að annaðhvort álagið sé ráðandi í því tilfelli. Eiginálag er lítið miðað við vind- og snjóálag á knatthallirnar.

Accepted
12/06/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Meistaraverkefni_S... .pdf3.35MBOpen Complete Text PDF View/Open