is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3046

Titill: 
  • Iceland Express: Samsetning farþega og hvataþættir ferða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í kjölfar breytinga á flugumferðarlögum hafa lágfargjaldaflugfélög verið stofnuð um heim allan en markmið þeirra er að halda rekstarkostnaði í lágmarki og bjóða þannig upp á lægri fargjöld. Iceland Express er fyrsta og eina lágfargjaldaflugfélagið á Íslandi og fyrsta flug félagsins var 27. febrúar 2003. Miklar breytingar hafa orðið á íslensku efnahagslífi síðastliðið ár og ljóst að það hefur haft mikil áhrif á tíðni ferða. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að þekkja viðskiptavini sína en þannig geta fyrirtæki brugðist við breyttum markaðsaðstæðum hverju sinni. Ferðamenn eru fjölbreyttur hópur með mismunandi bakgrunn, áhugasvið og kröfur.
    Fræðilegi hluti verkefnisins fjallar um tilkomu og megin áherslur lágfargjalda-flugfélaga, mikilvægi markaðssetningar, kauphegðun neytenda, hvataþætti ferða og eftirspurn. Rannsökuð verður samsetning farþega sem ferðast með Iceland Express, tilgangur og tíðni ferða og hvað hafði mest áhrif á val flugfélagsins. Stuðst var við megindlegar rannsóknir og markmiðsúrtak notað við öflun gagna. Einnig var heimilda leitað í fræðigreinum, bókum og á Internetinu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að stærsti aldurshópurinn sem ferðast með Iceland Express er 20-29 ára eða 31%. Aðeins fleiri konur ferðast með flugfélaginu en karlar og 43% farþega eru háskólamenntaðir. Tilgangur ferða er oftast frí og verðið hefur mest áhrif á val ferðamanna á flugfélagi. Yfir helmingur farþega hefur ferðast þrisvar sinnum eða oftar síðastliðið ár og flestir eiga von á að ferðast svipað eða oftar næstu 12 mánuði.

Samþykkt: 
  • 15.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3046


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Verkefni í ferðamálafræðii_fixed[1].pdf901.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna