is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3084

Titill: 
  • Hæfisreglur 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hæfisreglur 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 (svsl.), þ.e. einkum hvenær sveitarstjórnarmaður telst vanhæfur til meðferðar máls og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér, gagnvart honum og málsins sem til umfjöllunar er. Í þessu sambandi verður umfjöllunin greind í sex meginkafla. Í þeim fyrsta verður almennt fjallað um hæfisreglur, muninum á almennum og sérstökum hæfisreglum, tilgangi og markmiðum sérstakra hæfisreglna sem koma til skýringar við ákvæðið.
    Í öðrum kafla verður fjallað um vanhæfisástæður 19. gr. svsl. Verður í því sambandi leitast við að flokka vanhæfisástæðurnar með sömu uppbyggingu og þær koma fyrir í 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en þegar þeirri flokkun sleppir verða þær flokkaðar eftir því hvaða hagsmunir sveitarstjórnarmaður hefur af því máli sem til meðferðar er.
    Í fjórða kafla verða undantekningarreglum 19. gr. svsl. gerð skil en þær fjalla um þau tilvik þegar víkja má frá hæfisreglunum.
    Í fimmta kafla verður vikið að réttaráhrifum og afleiðingum vanhæfis er lýtur að sveitarstjórnarmanninum, þ.e. hvernig hann og sveitarstjórn skulu aðhafast þegar vafi leikur á hæfi sveitarstjórnarmanns. Eins verður vikið að því hvort hann geti tjáð sig um efni máls eftir að hann hefur verið úrskurðaður vanhæfur.
    Að endingu, áður en helstu niðurstöðum ritgerðarinnar verða gerð skil, verður í 6. kafla
    gefið yfirlit yfir áhrif vanhæfis á gildi ákvörðunar, þ.e. hvort hún geti haldið gildi sínu eða verði ógild

Samþykkt: 
  • 23.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida_fixed.pdf32.14 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
ritgerdin_fixed.pdf624.2 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna