EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/309

Title
is

Lýðræði í leikskólum : hvernig má efla það?

Abstract
is

Í þessu lokaverkefni er fjallað um lýðræði í leikskólum og leitað svara við því hvernig efla megi lýðræðisleg vinnubrögð í þeim. Skoðaðar verða hugmyndir um lýðræði almennt ásamt hugmyndum ýmissa fræðimanna um menntun í lýðræðislegum anda. Fjallað verður um börn og lýðræði, lýðræði í leikskólum og hvort og þá hvernig leikskólar geti verið lýðræðisleg samfélög.
Skýrt verður frá viðhorfskönnun sem gerð var í þremur leikskólum á Akureyri og helstu niðurstöðum hennar. Í könnuninni var leitast við að fá viðhorf leikskólakennara til lýðræðis, hvernig þeir skilgreindu lýðræði, hvort lýðræði ríkti í þeirra leikskólum og hvernig hægt væri að efla lýðræðisleg vinnubrögð í leikskólum.
Helstu niðurstöður sýndu að börn hafa ákveðin réttindi sem einstaklingar og ber leikskólanum að huga að þeim. Leikskólakennarar gegna viðamiklu hlutverki í leikskólanum og var sýnt fram á mikilvægi þeirra í eflingu lýðræðis ásamt þátttöku barnanna. Niðurstöður úr viðtölunum sýndu að flestir viðmælendurnir skilgreindu lýðræði á þann hátt að það sé einhverskonar stjórnarform þar sem lýðurinn eða fólkið ræður en ekki einhver einn.
Leikskólakennararnir voru flestir sammála því að einhverskonar lýðræði ríkti í þeirra leikskóla en það mætti þó vera meira. Viðmælendur lögðu mikla áherslu á hlutverk starfsfólks við eflingu á lýðræðislegum vinnubrögðum og töldu að það þyrfti að fá fræðslu þeim tengdum og viðhalda þekkingu sinni ásamt því að vera meðvitað um hlutverk sitt gagnvart börnum og samstarfsfólki.

Accepted
01/01/2005


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
lydraediileiksk.pdf284KBOpen Lýðræði í leikskólum - heild PDF View/Open