is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3102

Titill: 
  • Samanburður á enskukennslu- og kunnáttu í þremur skólum í tveimur löndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hversu nauðsynlegt er að læra ensku? Skiptir máli hvernig hún er kennd? Þetta eru verðugar spurningar því enska er útbreiddasta tungumál veraldar.
    Þessi lokaritgerð fjallar um samanburð á enskukennslu og enskukunnáttu í þremur grunnskólum – tveimur á Íslandi og einum í Tékklandi. Höfundar kynntu sér hvern skóla fyrir sig; skólastefnuna, kennsluna, kennara og nemendur. Valdir voru sex kennarar, þrír í hvoru landi. Settur var saman spurningalisti og viðtöl tekin við kennarana. Einnig sátu höfundar í mörgum kennslustundum og fylgdust með. Við úrvinnsluna vöknuðu spurningar eins og t.d.: Hvað einkennir góðan enskukennara? Finnst nemendum mikilvægt að læra ensku? Á að „hlífa“ þeim við leiðréttingum á röngu málfari? Hversu mikið ætti enskukennari að tala ensku í enskutíma? Kenna enskukennarar sína námsgrein vegna áhuga og sérmenntunar eða þurfti að fylla í skarðið? Á að fella niður heimanám? Er kostur eða galli fyrir enskukennara að hafa ensku að móðurmáli? Nokkrir þættir kennslufræðinnar eru bornir saman, t.d. getublöndun, nemendamiðuð kennsla, námsefnisgerð, námsmat o.fl. Nokkrir þættir fengu meiri athygli, t.d. hlustun og lestur.
    Sett var saman 40 mínútna próf sem lagt var fyrir 53 nemendur í skólunum þremur. Sérstaklega var kannað hvort nemendur þekktu betur breskan eða amerískan orðaforða. Einnig var skoðuð kunnátta í óreglulegum sögnum og viðleitni varðandi orðaforða.
    Rannsóknin er að mestu leyti eigindleg en einnig að nokkru leyti megindleg þar sem nokkrar niðurstöður úr prófinu eru bornar saman tölfræðilega. Þótt úrtakið sé lítið gefa niðurstöðurnar ákveðnar vísbendingar.
    Tungumál lærist ekki aðeins með skólagöngu. Ýmsir samfélagslegir þættir geta þar haft umtalsverð áhrif. Mismunandi menning og hugsunarháttur skiptir þar miklu máli. Þótt Íslendingar hafi löngum verið taldir duglegir við að þýða yfir á móðurmálið virðast Tékkar þó ganga enn lengra. Sem dæmi má nefna að nánast allt sjónvarpsefni er talsett, svo og kvikmyndir. Hefur það áhrif á enskukunnáttu nemenda?
    Þótt kennsluefni í báðum löndum sé breskt er mikill munur á því hvort nemendur þekktu frekar breskan eða amerískan orðaforða. Það vekur einnig athygli að sérhæfing enskukennara er mun meiri í Tékklandi en á Íslandi.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2009
Samþykkt: 
  • 24.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit-Samanburdur_enskukennslu.pdf78.06 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Utdrattur-Samanburdur_enskukennslu.pdf114.56 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna
Heimildir-Samanburdur_enskukennslu.pdf117.86 kBOpinnHeimildirPDFSkoða/Opna
Lokaritgerd_Samanburdur_enskukennslu_Magnus_Romana.pdf1.16 MBOpinnMeginmál (öll ritgerðin)PDFSkoða/Opna