is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3105

Titill: 
  • Lengi skal manninn reyna: ritstýring reynslusagna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Talið er að ófrjósemi hrjái um það bil 15-20 prósent allra para á barneignaraldri. Efni um ófrjósemi á íslensku er af mjög skornum skammti. Því hefur stefna stjórnar Tilveru, samtaka um ófrjósemi, verið að gefa út bók um ófrjósemi. Meginuppistaða bókarinnar verður þýðing og staðfæring á hluta af bandarísku bókinni Experiencing Infertility. Einnig mun bókin innihalda reynslusögur íslenskra einstaklinga á glímunni við ófrjósemi. Tilgangur reynslusagnanna er fræðsla, að sýna fram á fjölbreytni ófrjóseminnar í íslensku samhengi. Hér verður fjallað um ferli ritstýringar reynslusagnanna.
    Verk ritstjórans í þessu tilviki hefst á því að afla sagnanna sem á að gefa út. Gæta þess að sögurnar verði sem fjölbreyttastar hvað varðar þau vandamál sem til eru og tengjast ófrjósemi og ófrjósemismeðferðum. Þetta er gert bæði með því að auglýsa eftir reynslusögum ásamt því að hafa samband við einstaklinga sem vitað er að búi yfir góðri reynslusögu um einhvern þátt sem ekki hefur borist sem svar við auglýsingunni. Einnig þarf að ganga úr skugga að allar upplýsingar sem fram koma í sögunum séu réttar, að læknisfræðilegum heitum sé ekki ruglað saman, heiti lyfja séu rétt stafsett og að allar upplýsingar sem fram koma séu skýrar. Dæmi eru gefin úr sögunum til að sýna í hverju ritstjórnin felst. Haft var að leiðarljósi að eiga sem minnst við sögurnar, svo sérkenni hverrar héldist.
    Rædd eru þau vandamál sem komu upp á meðan ritstýringunni stóð, þar þurfti til dæmis að svara spurningunni um hve langt ætti að ganga í ritstýringunni, hvenær ritstýring breytist í ritskoðun.
    Að lokum er skýrsla frá starfsnámi mínu í Forlaginu. Þar er sagt frá þeim verkefnum sem mér voru fengin.

Samþykkt: 
  • 25.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lengi skal manninn reyna_fixed.pdf122.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna