EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3114

Title
is

"það er enginn dagur eins" : upplifun iðjuþjálfa af ánægju í starfi

Abstract
is

Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvaða þættir hafa áhrif á starfsánægju meðal starfandi iðjuþjálfa á Íslandi. Notuð var eigindleg aðferðarfræði sem gefur þátttakendum tækifæri til að tjá eigin upplifun. Þátttakendur voru 10 kvenkyns iðjuþjálfar sem störfuðu á Reykjarvíkursvæðinu og Akureyri og nágrenni, sem voru valdar með markvissu úrtaki. Tekið var eitt viðtal við hverja þeirra, þar sem stuðst var við viðtalsramma. Viðtölin voru hljóðrituð og síðan afrituð orðrétt. Í framhaldi af því voru gögnin kóðuð opin í þeim tilgangi að draga fram þemu. Þannig urðu til fjögur meginþemu, fagímynd, starfsþróun, eigið sjálf og starfsumhverfi. Sterk fagímynd ýtti undir starfsánægju þeirra. Eigið viðhorf til fagsins, þekking og þekking annarra á störfum iðjuþjálfa ýtti stoðum undir fagímyndina. Iðjuþjálfarnir voru staddar á ólíkum stað í starfsþróun sinni en viðfangsefnin, tækifærin til menntunar og handleiðslu og síðast en ekki síst skjólstæðingsvinna átti þátt í starfsþróun þeirra og ýtti jafnframt undir ánægju þeirra í starfi. Persónuleiki iðjuþjálfanna endurspeglaðist í þemanu eigið sjálf, trú á sjálfan sig sem og áhugi og metnaður í starfi hafði áhrif á starfsánægju. Starfsumhverfið ýtti undir starfsánægju þeirra s.s. þættir eins og góð og opin samskipti, hvetjandi stjórnun og skýrt skipulag. Flestar töluðu um að þættir sem drógu úr starfsánægju þeirra voru minni tækifæri til sí-og endurmenntunar, takmarkaðir möguleikar á handleiðslu og of mikið vinnuálag.

Accepted
29/06/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Það er enginn dagu... .pdf1.41MBOpen "Það er enginn dagur eins". Upplifun iðjuþjálfa af ánægju í starfi - heild PDF View/Open