is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3124

Titill: 
  • Verðbólgumarkmið: Erfiðleikar við miðlunarferli peningastefnu smárra ríkja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í núverandi efnahagsástandi er eðlilegt að velta fyrir sér hvort fljótandi gengi með verðbólgumarkmiði sé besta fyrirkomulag peningamála sem völ er á fyrir smá opin hagkerfi líkt og Ísland og Nýja Sjáland. Þá sérstaklega þegar ríkin eru mikið skuldsett í erlendri mynt og efnahagslífið í heild sinni afar háð gengi gjaldmiðils þess. Hnattvæðingin sem hefur átt sér stað undanfarin ár hefur í flestum tilvikum dregið úr vaxtaleiðni stýrivaxta seðlabanka smárra ríkja og þar með gert miðlun peningastefnu þeirra erfiðari. Það sem sker úr um árangursríka peningastefnu er að vissu leyti útfærsla verðbólgumarkmiðsins og framkvæmd. Það sem skiptir þó mestu máli er að miðlunarferli stefnunnar gangi sem best fyrir sig og þarf vaxtaleiðni stýrivaxta því að vera góð. Til þess þarf seðlabanki að hafa nægan trúverðugleika til að ná tökum á verðbólguvæntingum almennings og því getur hjálpað til að mikið gagnsæi sé á peningastefnunni og að mikil festa sé við markmiðið. Gengi gjaldmiðils lands og gengisleki skiptir einnig afar miklu máli hvað varðar miðlunarferlið. Því skuldsettara sem landið er í erlendri mynt og því háðara sem efnahagskerfið er genginu því erfiðari getur framkvæmd peningastefnunnar með breytingu stýrivaxta verið þar sem mikil óvissa ríkir í gengismálum. Samanburður á árangri peningastefnu Nýja Sjálands og Íslands leiddi í ljós að mestu munar á trúverðugleika markmiðanna og þar með vaxtaleiðni stýrivaxta. Einnig gerir það Íslendingum erfiðara fyrir í framkvæmd peningastefnunnar að erlend skuldsetning er meiri, innlend lán eru mörg hver á föstum vöxtum og til langs tíma og gengisleki þar er mun meiri. Þrátt fyrir erfiðleika í miðlun peningastefnunnar hjá báðum löndum í kjölfar gnægðar af lánsfjárframboði í heiminum og mikils gengisflökts verður reynsla Nýja Sjálands af verðbólgumarkmiðinu að teljast mun betri en Íslands og gætum við litið til þeirra til að betrumbæta framkvæmd stefnunnar. Þrátt fyrir vissar breytingar sem hægt er að ráðast í á verðbólgumarkmiðinu er það mitt mat að sjálfstæð peningastefna virki ekki nógu vel hér á landi sökum að mörgu leyti óviðráðanlegra aðstæða og því sé ekki þess virði að halda úti eigin gjaldmiðli. Við sitjum þó líklegast uppi með gjaldmiðilinn næstu ár og því um að gera að nýta okkur hagstæðari viðskiptakjör. Burt séð frá pólitík tel ég þó að hagkvæmast sé að taka upp aðra mynt til lengdar.

Samþykkt: 
  • 30.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rebekkaolafsdottir_fixed.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna