is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3126

Titill: 
  • "Svo reynir maður alltaf að semja við almættið" : upplifun aðstandenda af þjónustu við notendur innan sérhæfðrar deildar á geðsviði Landspítala
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mikil breyting verður hjá fjölskyldum þegar einstaklingur innan hennar veikist af geðsjúkdómi. Fjölskylduaðstæður mótast af veikindunum og allir meðlimir hennar ganga í gegnum sorgarferli. Þegar um tvíþáttagreiningu er að ræða, sem er bæði geðsjúkdómur og fíknisjúkdómur, eykst álagið enn frekar. Það er mikilvægt fyrir fjölskyldur í þessum aðstæðum að fá stuðning og fræðslu innan heilbrigðiskerfisins.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun aðstandenda af þjónustu á sérhæfðri deild innan geðsviðs Landspítala. Það sem rannsakendur voru að leita eftir var að vita hverjar væntingar aðstandenda voru til deildarinnar og hvort þær væntingar hafi staðist. Notast var við eigindlega aðferðafræði við rannsóknina og var stuðst við 12 þrepa rannsóknarferli Vancouver-skólans. Tekin voru viðtöl við níu aðstandendur einstaklinga sem eru innritaðir á sérhæfða deild innan geðsviðs Landspítala og var úrtakið þægindaúrtak.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þátttakendur voru á heildina litið ánægðir með starfsmenn og starfsemi deildarinnar. Þeir höfðu sterka von fyrir hönd aðstandanda síns og voru bjartsýnir á framtíðina. Þátttakendur vilja halda tengslum við aðstandendur, byggja upp og styrkja fjölskyldutengslin. Það var álit þátttakenda að aðstandendur þeirra þyrftu öryggi, stuðning og húsaskjól.
    Margt var vel gert á deildinni og voru þátttakendur meðal annars ánægðir með þau framtíðarúrræði sem deildin hafði upp á að bjóða. Rannsóknin bendir þó til þess að tækifæri séu til úrbóta á ýmsum sviðum. Meðal annars má auka markvissa og reglulega fræðslu til þátttakenda, ásamt því að deildin mætti sýna meira frumkvæði að skilgreindum stuðningi og þjónustu við þátttakendur. Einnig fannst þátttakendum miður að fá ekki formlega kynningu á deildinni fyrir innlögn. Rannsakendur lögðu fram tillögu að kynningarbæklingi fyrir deildina.
    Lykilhugtök: Fjölskylduhjúkrun, tvíþáttagreining, framhaldsúrræði, fræðsla, geðsjúkdómar.

Samþykkt: 
  • 30.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf3.6 MBOpinn"Svo reynir maður alltaf að semja við almættið": Upplifun aðstandenda af þjónustu við notendur innan sérhæfðrar deildar á geðsviði Landspítala - heildPDFSkoða/Opna