is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3149

Titill: 
  • Leyfum þeim að leika sér: leikur sem námsleið á yngsta stigi grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til B.Ed. – prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vorið 2009.
    Umfjöllunarefni þessa lokaverkefnis eru námsleikir og hvernig má nýta þá sem námsleið á yngsta stigi grunnskóla.
    Í ritgerðinni er athygli beint að kenningum fræðimanna og hugmyndum þeirra um nám. Fyrst verður fjallað um Jean Piaget og kenningar hans um vitsmunaþroskann. Síðan verður farið í kenningar John Dewey um það að börn læri við það að framkvæma sjálf, ,,learning by doing”. Eftir það verður farið í fjölgreindarkenningu Gardners og að lokum verður fjallað um hugmyndir Vygotsky um nám í félagslegu samhengi.
    Þessir fræðimenn töluðu um að virkni væri forsenda fyrir námi og að fjölbreyttar kennsluaðferðir væru mikilvægar í skólum.
    Fjallað verður ítarlega um námsleikinn, kosti hans, flokkun, hlutverk kennara í honum og hvernig kennarar eiga að velja námsleiki. Í ritgerðinni eru nokkrir námsleikir sem teknir eru sem dæmi um námsleiki sem hægt er að nota við stærðfræðikennslu Þetta eru sex leikir, þrír sem höfundur lokaverkefnisins hefur samið og þrír sem teknir voru af heimasíðu leikjavefjarins. Að lokum verður fjallað ítarlega um ágæti þessara námsleikja og hvernig þeir samræmast kenningum fræðimannanna fjögurra.
    Vísbendingar af vinnu við þessa ritgerð eru að námsleikir gætu verið góð leið til að kveikja áhuga hjá nemendum á viðfangsefninu, þeir virkja einnig nemendur í námi. Þeir geta einnig stuðlað að tilbreytingu og fjölbreyttri kennslu og auk þess geta þeir gert námið skemmtilegra og eftirminnilegra.

Samþykkt: 
  • 1.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3149


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
leyfum þeim að leika sér..pdf517.51 kBOpinnLeyfum þeim að leika sér - heild PDFSkoða/Opna