is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3158

Titill: 
  • ,,Hendist milli Kópaskers og Kína" : skólastjórnun í austri og vestri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða kynntar niðurstöður eigindlegrar (qualitative) rannsóknar þar sem leitast verður við að varpa ljósi á eftirtalin atriði:

    Hvort viðfangsefni skólastjórnenda séu hin sömu við ólíkar samfélagsaðstæður.

    Hvernig skólastjórnendur velji viðfangsefni sín.

    Hvort og þá á hvaða hátt fjölþjóðlegur nemendahópur hafi áhrif á störf skólastjórnenda.

    Hvernig þeir nýti sér niðurstöður rannsókna við dagleg störf.
    Í ritgerðinni eru einnig kynntar þær stjórnunaraðferðir sem hafa markað spor við myndun viðtekinna stjórnunarstíla nútímans. Leitast er við að tengja almenna stjórnunarstíla sérfræðum skólastjórnunar, faglegri forystu og skilvirku skólastarfi.
    Í ritgerðinni er sagt frá störfum og skólum fimm skólastjórnenda og gerð grein fyrir þeim lögum, reglum og námsskrám sem mynda bakgrunn starfa þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru fimm skólastjórnendur, en auk þeirra voru nemendur, kennarar og starfsmenn skólaskrifstofa óbeinir þátttakendur í rannsókninni.
    Rannsóknin var unnin með eigindlegum aðferðum, tilviksathugun (case study) og grundaðri aðferð (grounded theory). Fram kemur í ritgerðinni hvernig niðurstöður verða til við beitingu aðleiddra rannsóknaraðferða, mótast og þróast samhliða framvindu rannsóknarinnar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að störf skólastjórnenda eru að verulegu leyti hin sömu, óháð því í hvaða samfélagi þau eru unnin. Einnig verðist sem fjölþjóðlegur bakgrunnur nemenda hafi lítil áhrif á störf stjórnenda eða staðblæ skólanna þar sem góð samskipti eru milli stjórnenda, nemenda þeirra, kennara og foreldra. Góð samskipti virðast vera hið mikilvæga innhald góðs skólasamfélags. Stjórnendur telja enn fremur að niðurstöður rannsókna geti verið gagnlegar við gæðastjórnun.

Samþykkt: 
  • 2.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hendist milli Kópaskers og Kína, skólastjórnun í austri og vestri.pdf295.39 kBOpinnPDFSkoða/Opna