is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3170

Titill: 
  • Lengi býr að fyrstu gerð : tónlistaruppeldi barna á leikskólaaldri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftifarandi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. prófs. Í henni er fjallað um gildi
    tónlistar fyrir börn á leikskólaaldri. Markmið með þessari ritgerð er að leita svara við
    spurningunum: Hver eru markmið með tónlistaruppeldi barna í leikskólunum Birkilundi í
    Skagafirði og Kópasteini Kópavogi og hvernig er unnið að þeim markmiðum.
    Í fyrri hluta verksins er fjallað á fræðilegan hátt um börn og tónlist. Fyrst um það
    hvernig börn þroskast almennt fyrstu æviárin, og svo hvernig tónlistarþroski þeirra eflist.
    Fjallað er um rannsóknir á áhrifum tónlistar á börn en skiptar skoðanir eru um niðurstöður
    þeirra. Þá eru skoðuð hlutverk leikskólakennara við tónlistaruppeldi og almenn markmið með
    tónlistaruppeldi leikskólabarna. Seinni hluti verksins byggir á rannsókn. Tekin voru hálf opin
    viðtöl við þrjá tónlistarkennara sem starfa í tveimur leikskólum við tónlistarstarf með
    leikskólabörnum. Í viðtölunum við þá var leitað svara við rannsóknarspurningunum og
    kannað hvernig tónlistakennarar setja upp tónlistarstundir með ungum börnum. Gerður var
    samanburður á markmiðum kennaranna með tónlistarstarfi sínu, leiðum að markmiðum,
    kennsluaðferðum og námsgögnum.
    Titill ritgerðarinnar: Lengi býr að fyrstu gerð, tónlistaruppeldi barna á leikskólaaldri
    vísar til þess að tónlistaruppeldi þykir mikilvægur þáttur í uppeldi barna. Viðtöl við kennarana
    sem starfa að tónlist með börnum gáfu vísbendingu um að tónlistarupplifun hafi jákvæð áhrif
    á almennan þroska barnanna. Einnig fékkst vísbending um að markmið með tónlistarstundum
    ungra barna ættu að vera að gefa börnum tækifæri til að njóta tónlistar og fá að stunda hana,
    sem er í samræmi við Aðalnámskrá leikskóla. Til að vinna að þessum markmiðum ætti að
    vinna með fjóra helstu þætti tónlistar, sem eru söngur, hreyfing, hlustun og að leika með
    hljóðgjafa. Talið er að það sé mikilvægt að leyfa börnum að upplifa fjölbreytta tónlist, að
    kynnast henni og læra að njóta hennar þannig að þau verði hæfari til að velja og hafa skoðun á
    hvað þeim finnst skemmtileg og áhugaverð tónlist.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til jan. 2010
Samþykkt: 
  • 3.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd pdf lagfært skjal 30.apríl 2009.pdf11.11 MBOpinnLokaritgerðPDFSkoða/Opna