is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3173

Titill: 
  • Af máli má manninn þekkja : máltaka og málörvun ungra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í fyrri hluta ritgerðar þessarar er fjallað um máltöku barna, sem er það ferli sem þau fara í gegnum þegar þau læra móðurmál sitt. Greint er frá því hvað máltaka er og fjallað um áfanga í máltökunni og hvernig börnin læra móðurmál sitt. Komið er inn á þætti máls sem eru fjórir: hljóðkerfi sem fjallar annarsvegar um málhljóð og hvernig þau tengjast og hins vegar um hljóðgreiningu; merkingarfræði sem fjallar um skilning; málfræði sem fjallar um setningafræði og beygingafræði og; málnotkun sem fjallar um talið og táknin. Lítillega er komið inn á kenningar um máltöku og íslenskar rannsóknir um máltöku.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar er komið inná hljóðkerfisvitundina, sem er sú tilfinning eða næmi sem einstaklingur hefur fyrir uppbyggingu tungumálsins, og fjallað um Hljóm-2 sem er próf í leikjaformi sem kannar hljóðkerfisvitund hjá elstu börnum á leikskóla. Einnig er fjallað sérstaklega um þá þætti sem prófaðir eru með Hljóm-2. Síðan er komið inn á þjálfun hljóðkerfisvitundarinnar, greiningu á frávikum og í beinu framhaldi komið inn á íslensk málþroskapróf, framburðarfrávik og málþroskaraskanir og inngrip þegar um það er að ræða. Þá er vikið að málörvun á leikskólum og hvernig er unnið með hana, bæði almenna og sértæka. Í siðasta kaflanum er umfjöllun um hlut leiksins í málörvun barna. Máltaka barna er að miklu leyti ferli sem gerist á náttúrulegan hátt, börn fæðast með hæfileikann til að geta lært mál. Það hefur mikið að segja að börn fái örvun frá umhverfinu þau því börn sem fá örvun eru mun fljótari að læra málið en þau sem ekki fá hana.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 3.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð pdf_fixed.pdf295 kBLokaðurAF MÁLI MÁ MANNINN ÞEKKJA. Máltaka og málörvun ungra barna - heildPDF
efnisyfirlit pdf_fixed.pdf45.15 kBOpinnAF MÁLI MÁ MANNINN ÞEKKJA. Máltaka og málörvun ungra barna - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimildaskrá pdf_fixed.pdf82.62 kBOpinnAF MÁLI MÁ MANNINN ÞEKKJA. Máltaka og málörvun ungra barna - heimildaskráPDFSkoða/Opna