is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3174

Titill: 
  • Lesum saman : hvaða áhrif hefur lestur á börn?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed prófs á leikskólabraut Hug- og félagsvísindadeildar frá Háskólanum á Akureyri.
    Í þessari ritgerð er reynt að svara því hvaða áhrif lestur hefur á börn og hvernig best er að standa að lestrinum. Einnig er sagt frá könnun sem höfundur gerði meðal foreldra fimm ára barna í tveim leikskólum þar sem spurt var meðal annars hvort þeir lesi fyrir börnin sín. Flestar ef ekki allar rannsóknir um lestur virðast koma inn á hversu mikilvægt það er að byrja að lesa fyrir börn þegar þau eru ung og helst áður en þau byrja að tala. Miklu skiptir að börn sjái fullorðna fólkið á heimilinu lesa svo þau sjái hversu eðlilegt og eftirsóknarvert það getur verið. Þegar verið er að lesa skiptir nálægðin við börnin miklu máli, þá eflist málþroski þeirra og áhugi þeirra á bókum eykst. Að lesa fyrir börnin róar þau og þau venjast við að hlusta og lesturinn veitir þeim öryggi, nálægð og hlýju. Mikilvægt er því að eiga góða stund með börnunum til dæmis áður en þau fara að sofa, hvort sem lesin er saga eða hún spunnin á staðnum. Nauðsynlegt er að sá sem les tali við barnið um bókina og spyrji það út úr henni, því þannig eykst orðaforði barnsins og það heldur því við efnið. Ekki er nóg að barnið hafi gaman að lestrinum heldur verður sá sem les líka að njóta hans. Ef enginn fæst til að lesa er í lagi að hlusta á sögu af geisladiski þó svo að það komi aldrei í staðin fyrir lestur foreldranna. Hægt er að gera sögur skemmtilegri til dæmis með því að leyfa börnunum að teikna þegar búið er að hlusta á söguna, nota handbrúður meðan sagan er sögð eða fara í búninga og leika söguna. Í leikskólum skiptir miklu máli að hafa bækurnar í augnhæð barnanna og ekki er verra að hafa þægilegan leskrók þar sem hægt er að skoða bækur í ró og næði.

Samþykkt: 
  • 3.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lesum saman - Hvaða áhrif hefur lestur á börn.pdf368.59 kBOpinn"Lesum saman: Hvaða áhrif hefur lestur á börn"-heildPDFSkoða/Opna