is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3221

Titill: 
  • Framleiðsla etanóls úr flóknum lífmassa með hitakærum bakteríum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ljóst er að draga þarf úr losun gróðurhúsalofttegunda til að sporna gegn auknum gróðurhúsaáhrifum. Liður í því er að auka notkun endurnýjanlegs eldsneytis á kostnað jarðefnaeldsneytis. Lífetanól er að mörgu leiti raunhæfasti möguleikinn sem endurnýjanlegur orkugjafi, en hægt er að nota lífetanól sem blöndu við bensín eða það komið algjörlega í stað jarðefnaeldsneytis í þeim farartækjum sem notuð eru í dag.
    Í dag eru Bandaríkin og Brasilía stærstu framleiðendur lífetanóls í heiminum. Í þessum löndum er aðallega framleitt fyrstu kynslóðar lífetanól úr einföldum lífmassa s.s. maís (Bandaríkin) og sykurreyr (Brasilía). Mjög umdeilt er að framleiða lífetanól úr slíkum lífmassa því hann er einnig notaður til manneldis og þetta hefur leitt til hækkaðs matvælaverðs.
    Áhugi manna hefur því á síðari árum beinst að notkun flókins lífmassa til framleiðslu á lífetanóli (2°-kynslóðar framleiðsla). Flókinn lífmassi er til staðar hér á landi í miklu magni, bæði sem landbúnaðarafurðir (gras, hálmur, hampur) og sem úrgangspappír og annar úrgangur. Til að hagkvæmt sé að framleiða lífetanól úr flóknum lífmassa þurfa að eiga sér stað töluverðar framfarir hvað varðar formeðhöndlun lífmassans og notkun þeirra örvera og ensíma sem til þarf framleiðsluferlinu.
    Markmið þessa verkefnis var að athuga hvort hitakærar bakteríur geti framleitt etanól úr flóknum lífmassa sem fellur til sem úrgangur á Íslandi. Valdir voru fjórir stofnar (Ak 17, 25-07-C, 64-07-X og 66-07-P) sem var sáð á mismunandi sykrur sem eru til staðar í flóknum lífmassa. Vöxtur stofnanna var kannaður á glúkósa og xýlósa, en sú síðarnefnda en ein mikilvægasta sykran í hemisellulósa. Útbúin voru „hýdrólýsöt“ úr grasi, sagi og ýmsum tegundum pappírs. Hráefnið var formeðhöndlað með hita og ensímmeðhöndlun. Eftir það voru hýdrólýsötin sett í mismunandi styrk í æti og stofninum sáð í það. Ræktað var í eina viku og ljósgleypni, vetni, etanól og fitusýrur mælt bæði í upphafi og í lok ræktunartímans. Niðurstöður leiddu í ljós að í flestum tilfellum var framleiðsla etanóls hlutfallslega mest á 20% hýdrólýsötum Whatman pappírs (99% sellulósi).
    Stofn Ak 17 reyndist vera öflugasti etanólframleiðandinn með 46,6 mM etanól úr 20% hýdrólýsötum Whatman pappírs.

Samþykkt: 
  • 20.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERKEFNID_fixed.pdf1.49 MBOpinnFramleiðsla etanóls úr flóknum lífmassa með hitakærum bakteríumPDFSkoða/Opna