is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3234

Titill: 
  • Hvernig á fyrirtæki að bera sig að til að ná hámarks árangri á auglýsingamarkaði á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um það hvernig fyrirtæki geti náð hámarks árangri á auglýsingamarkaðinum á Íslandi. Höfundur hefur starfað lengi á þessum vettvangi og er þeirrar skoðunar að hjá mörgum fyrirtækjum skorti fagmennsku við vinnu tengdri auglýsingamálum og séu þau því ekki að ná þeim árangri sem þau gætu verið að ná ef faglega væri staðið að auglýsingamálunum. Það er von höfundar að ritgerð þessi geti leiðbeint fyrirtækjum sem vilja ná hámarks árangri á auglýsingamarkaði á Íslandi. Leitað er í smiðju vel menntaðra sérfræðinga með mikla reynslu úr öllum hornum auglýsingamarkaðarins á Íslandi.
    Rannsóknarspurningin sem unnið er útfrá er:
    „Hvernig á fyrirtæki að bera sig að til að ná hámarks árangri á auglýsingamarkaðinum á Íslandi?“
    Í rannsókn þessari er notast við hálf opin viðtöl og voru viðmælendur valdir útfrá mikilli þekkingu þeirra og reynslu af Íslenskum auglýsingamarkaði. Viðmælendur voru alls fjórir og var markmið rannsóknarinnar að kanna það hve stór hluti fyrirtækja á Íslandi sé í samstarfi við fagaðila þegar kemur að auglýsingamálum, hversu mikilvæg þessi þjónusta fagaðila sé fyrir fyrirtækin og hvernig þau eigi að bera sig að við leit að samstarfi við fagaðila.
    Samkvæmt rannsókninni virðist vera sem aðeins um helmingur fyrirtækjanna sé að nýta sér þessa þjónustu. Einnig voru viðmælendur sammála um það að þessi þjónusta sé fyrirtækjum algerlega nauðsynleg þar sem útilokað sé að ná hámarks árangri nema hafa þá þekkingu, reynslu og tæki sem fagaðilarnir búa yfir. Að lokum er því svo beint að fyrirtækjum hvernig þau beri sig að í leit að fagaðilum til að starfa með, ásamt því að benda fagaðilum á auglýsingamarkaði á að höfundur telji vöntun á hæfu sölufólki til að kynna þjónustuna sem þeir bjóða uppá og þann ávinning sem hún hefur í för með sér.
    Lykilorð: Auglýsingar • Ísland • Fyrirtæki • Hámarks árangur • Fagaðilar

Samþykkt: 
  • 21.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
03_Lokaverkefni_Johannes_HA030718_fixed.pdf1.3 MBOpinnPDFSkoða/Opna