is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3242

Titill: 
  • Kostnaðargreining grunnskóla í Skagafirði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um kostnaðarbókhald og kostnaðargreiningu á grunnskólum í Skagafirði. Rannsóknarspurningin er: hvaða kostnaðarvaldar aðrir en fjöldi nemenda, varpa skýrar ljósi á hver er heildarkostnaður við rekstur grunnskóla. Gerð er leit að kostnaðarvöldum er knýja áfram kostnað í grunnskólum. Fjallað er almennt um kostnaðarbókhald og hugtök í kostnaðarbókhaldi og sagt frá kostnaðarbókhaldi í sögulegu samhengi. Verkgrundaður kostnaður og kostnaðargreiningar. Þá eru kynntar fyrri rannsóknir um kostnað í grunnskólum, þar eru opinberar úttektir, norsk úttekt og kostnaðarföll fyrir meðalkostnað og heildarkostnað fyrir íslenska grunnskóla. Sagt er frá þeirri breytingu sem varð þegar rekstur grunnskólanna var færður frá ríki til sveitarfélaga og hvernig sveitarfélögunum var tryggt fjármagn til þess verkefnis. Kostnaðargreining grunnskólanna þriggja í Skagafirði er hryggjarstykkið í verkefninu. Niðurstöðutölur bókhaldsársins 2008 eru greindar, safnað er saman launakostnaði og öðrum kostnaði. Launakostnaður er greindur í kostnaðarsöfn. Annar kostnaður er greindur upp í húsaleigu og tölvukostnað sem eru stærstu einstöku kostnaðarliðir skólanna. Launakostnaður er 73% en annar kostnaður 27% af heildarútgjöldum sveitarfélagsins til grunnskóla. Leitað er að kostnaðarvöldum, öðrum en fjölda nemenda, er skýrt geta kostnaðarmyndun í grunnskólunum. Tekin eru kostnaðarföll fyrir meðalkostnað og heildarkostnað grunnskóla og athugað hversu vel skagfirsku skólarnir falla að þeim líkönum. Niðurstaða kostnaðargreiningarinnar er að þar sem skólarnir eru mjög ólíkir að uppbyggingu er vandasamt að bera þá saman. Ytri aðstæður eru með þeim hætti að ekki verður við ráðið. Lagðar eru til þrjár leiðir til sparnarðar. Aðrir kostnaðarvaldar en fjöldi nemenda eru fjöldi bekkjardeilda, kostnaður á kennslustund og stöðugildi.
    Lykilorð: Kostnaðargreining, kostnaðarvaldar, grunnskólar, heildarkostnaður, meðalkostnaður

Samþykkt: 
  • 22.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kostnaðargreining grunnskóla í Skagafirði-heild.pdf1.08 MBOpinnheildPDFSkoða/Opna
kostnaðargreining grunnskóla í Skagafirði-efnisyfirlit.pdf156.13 kBOpinnefnisyfirlitPDFSkoða/Opna
kostnaðargreining grunnskóla í Skagafirði-heimildaskra.pdf92.13 kBOpinnheimildaskráPDFSkoða/Opna
kostnaðargreining grunnskóla í Skagafirði-utdrattur.pdf7.5 kBOpinnútdrátturPDFSkoða/Opna