is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3245

Titill: 
  • Dýrakotsnammi ehf : arðsemismat
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessari skýrslu er ætlað að kasta ljósi á arðsemi fyrirtækis í framleiðslu á hunda- og kattanammi, ásamt nagvörum úr hráefni sem annars er notað til förgunar. Mikil aukning hefur verið í hundahaldi á Íslandi og því nánast einungis spursmál um hvenær fyrirtæki á Íslandi færu út í slíka framleiðslu fyrst að hráefnið og markaðurinn eru til staðar. Framleiðslufyrirtæki af þessum toga eru þó að því leyti frábrugðin öðrum framleiðslufyrirtækjum að mikið er um innflutning á sambærilegum vörum.
    Eins og staðan er í heiminum í dag veitir ekki af innlendri framleiðslu og fleiri nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem efla atvinnu hér á landi. Fyrirtækið sem hér um ræðir hóf starfsemi sína á að þurrka nauta- og lambalifur sem sælgæti fyrir hunda og ketti. Ekkert annað fyrirtæki á landinu er með álíka framleiðslu en vitað er til þess að nokkur fyrirtæki framleiða sælgæti úr fiskafurðum.
    Í skýrslunni er farið yfir fjárhagsleg hugtök er koma að arðsemismati, farið er yfir helstu kennitölur sem fyrirtæki nota og eru þessi hugtök notuð til að meta arðsemi fyrirtækisins. Sett er fram rekstraráætlun, sjóðstreymisáætlun og áætlaður efnahagsreikningur. Að lokum er svo gerð næmnisgreining þar sem fram koma áhrif hverrar forsendu fyrir sig á núvirðingu fyrirtækisins. Taka skal fram að þessi áætlun nær fram til ársins 2013.
    Helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að eins og áætlanir gera ráð fyrir er það afar skuldsett og erfitt gæti reynst að fá fjármagn að láni, sérstaklega þar sem ekki er mikið til að veðsetja. Hins vegar gætu eigendur farið út í persónulegar skuldbindingar eða lagt til meira hlutafé til að fjármagna fyrstu árin á meðan fyrirtækið er að koma sér fyrir. Varlega verður að fara í starfsmannaráðningar því þar er mikill kostnaður á bakvið, passa verður vel uppá að verðleggja vöruna rétt og markaðsetja vel til að koma sölunni vel af stað. Tímasetning fyrir slíkt fyrirtæki gæti reynst góður meðbyr fyrir íslenska vöru á markaði og ættu eigendur að reyna að fá sem mesta umfjöllun á þessu sprotafyrirtæki.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 22.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arðsemismat Dýrakotsnammi ehf - heild.pdf720.73 kBLokaðurArðsemismat Dýrakotsnammi ehf - heildPDF