is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3254

Titill: 
  • Kostnaður hins opinbera vegna offitu. Kostnaðargreining meðferðarmiðstöðvar fyrir of þung og of feit börn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi í lok árs 2007 var hlutfall kvenna með líkamsþyngdarstuðul 25-30 32,2% og
    karla 47,7%. Aftur á móti var hlutfall kvenna með líkamsþyngdarstuðul yfir 30 21,3%
    en karla 18,9 %. Offita meðal barna á Íslandi fer vaxandi eins og hjá öðrum
    vestrænum þjóðum. 16,1% barna eru of þung og 4,7% barna þjást af offitu
    samkvæmt könnun á höfuðborgarsvæðinu. Í bígerð er að koma á fót
    meðferðarmiðstöð á Íslandi fyrir of þung og of feit börn.
    Aðferðafræði:
    Í þessari greiningu verður heilbrigðiskostnaður hins opinbera vegna ofþyngdar og
    offitu metinn, auk kostnaðar hins opinbera vegna atvinnuleysisbóta og örorku of
    feitra einstaklinga. Sjónarhorninu er beint að þeim þáttum sem taldir eru hafa mest
    áhrif á heilbrigðiskostnaðinn, hvort heldur sem er aukinn kostnaður eða sparnaður.
    Kostnaður og ávinningur meðferðarmiðstöðvar fyrir of þung og of feit börn er einnig
    metinn. Gert er ráð fyrir að meðhöndla 200 börn á ári og að þriðjungur þessara barna
    nái góðum árangri.
    Næmisgreining er gerð á breytilegri lækkun á tíðni offitu, breytilegri afvöxtun, fjölda
    barna er leita meðferðar hjá heimilislæknum, fjölda koma til heimilislækna og
    sérfræðinga, lyfjakostnaði, sjúkrahúskostnaði og hlutfalli öryrkja.
    Niðurstöður:
    Niðurstöður greiningarinnar eru að kostnaður hins opinbera vegna offitu árið 2007 er
    3.027.683.812 kr. þegar skoðaðir eru þeir þættir sem geta leitt til kostnaðaraukningar
    eða sparnaðar ef tíðni offitu þjóðarinnar breytist. Á 15 árum er gert ráð fyrir að tíðni
    offitu hafi lækkað um 0,5% við að koma á fót meðferðarmiðstöð fyrir of þung og of
    feit börn. Sparnaður hins opinbera vegna þessa er 6.078.882 kr. til 8.169.472 kr. og
    kostnaður umfram sparnað því 16.830.528 kr. til 18.921.118 kr. ef árlegur kostnaður
    meðferðarmiðstöðvarinnar er 25.000.000 kr.

Samþykkt: 
  • 20.2.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristin_Thorbjornsdottir_fixed.pdf323.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna